Framsalskrafa barst fyrir morðið

Rauðagerði 28
Rauðagerði 28 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albanski maður­inn sem játaði að hafa skotið samlanda sinn, Arm­ando Bequiri, í Rauðagerði ífe­brú­ar var þegar eft­ir­lýst­ur af al­bönsk­um stjórn­völd­um vegna glæps í heimalandi sínu.

Al­bönsk stjórn­völd höfðu lagt fram framsals­kröfu til ís­lenskra stjórn­valda nokkru áður en morðið í Rauðagerði átti sér stað en við henni hafði ekki verið brugðist.

Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari staðfest­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að framsalskraf­an hafi legið fyr­ir í ein­hvern tíma en bjó ekki yfir upp­lýs­ing­um um hve lengi. Hún hafi þó borist áður en morðið átti sér stað.

Mar­geir Sveins­son yf­ir­lög­regluþjónn sagði fyr­ir helgi að með játn­ingu manns­ins væri gát­an um fram­kvæmd máls­ins leyst, en enn hef­ur ekki verið kom­ist til botns í skipu­lagn­ingu verknaðar­ins eða eft­ir­mál­um hans. Játn­ing­in þykir þó trú­verðug.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: