Grásleppuleyfi fyrir páskana veitt næstu tvo daga

Aðeins tveir dagar til stefnu em menn ætla að hefja …
Aðeins tveir dagar til stefnu em menn ætla að hefja grásleppuveiðar um páskana. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

All­ir þeir grá­sleppu­sjó­menn sem hafa í hyggju að hefja veiðar um pásk­ana hafa nú aðeins tvo daga til að sækja um grá­sleppu­leyfi, en um­sókn­ir þurfa að ber­ast Fiski­stofu fyr­ir klukk­an þrjú síðdeg­is á miðviku­dag.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar að veiðileyfi sem greiðist eft­ir 20:59 að kvöldi miðviku­dags virkj­ast ekki fyrr en 7. apríl.

Marg­ir biðu þess að hægt yrði að hefja veiðar, en vertíðin hófst 23. mars. Veður hef­ur hins veg­ar sett strik í reikn­ing­inn víða og lá meðal ann­ars Aþena ÞH við bryggju á Húsa­vík er frétta­rit­ari átti leið þar hjá um helg­ina. Eng­inn bát­ur Hús­vík­inga hef­ur haldið til grá­sleppu­veiða enn sem komið er.

Aþena ÞH með grásleppunetin um borð.
Aþena ÞH með grá­sleppu­net­in um borð. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
mbl.is