Setur spurningamerki við kvótasetningu

Magnús Þór Hafsteinsson segir fjölda spurninga um kvótasetningu grásleppuveiða ósvarað.
Magnús Þór Hafsteinsson segir fjölda spurninga um kvótasetningu grásleppuveiða ósvarað.

Magnús Þór Haf­steins­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og rit­ari þing­flokks Flokks fólks­ins, spyr í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag fjölda spurn­inga um meðferð afla­heim­ilda í grá­sleppu verði teg­und­in kvóta­sett. Spyr hann meðal ann­ars hvernig tekið verði á mál­um með til­liti til veiða upp­sjáv­ar­skipa, þar sem grá­sleppa get­ur hæg­lega verið meðafli.

Mikið hef­ur verið deilt um til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða, en fjöldi grá­sleppu­sjó­manna styðja frum­varp þess efn­is.

Grein Magnús­ar:

Vanga­velt­ur um grá­sleppu­kvóta

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp um að kvóti verði sett­ur á grá­sleppu­veiðarn­ar. Heild­ar­út­gefnu afla­magni verði skipt með ákveðnum regl­um milli þeirra sem hafa veiðireynslu. Frum­varpið er nú til meðferðar hjá at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is. Þegar um­sagn­ir um það eru lesn­ar á vef þings­ins má sjá að þetta er um­deilt mál. Hér er þó ekki ætl­un­in að fara út í þá sálma held­ur lang­ar mig til að ræða nokk­ur atriði sem ég hef velt vöng­um yfir. Ég fæ ekki séð að nokk­ur nefni þau svo neinu nemi í þess­um um­sögn­um. Í umræðum þegar ráðherra mælti fyr­ir mál­inu í þing­inu 20. janú­ar síðastliðinn var held­ur ekk­ert minnst á þessi atriði sem ég velti vöng­um yfir hér í þessu grein­ar­korni.

Hrogn­kelsi er stór­merki­leg fisk­teg­und sem hrygn­ir uppi í þar­an­um á vor­in, en dvel­ur á öðrum tím­um árs langt úti í hafi þar sem hún afl­ar fæðu í efstu lög­um sjáv­ar. Í út­haf­inu veiðast hrogn­kels­in sem meðafli í flot­vörpu­veiðum fiski­skipa sem eru að elt­ast við loðnu, síld, kol­munna og mak­ríl. Í fyrra­haust lagði Inga Sæ­land, þingmaður og formaður Flokks fólks­ins, fram tvær fyr­ir­spurn­ir til sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Þar bað hún ann­ars veg­ar um að fá upp­lýst um upp­gef­inn meðafla við flot­vörpu­veiðar, og hins veg­ar hring­nóta­veiðar ís­lenskra upp­sjáv­ar­veiðiskipa frá 1. janú­ar 2018 til 30. sept­em­ber 2020. Hvað hrogn­kels­in varðar þá kom fram í svari ráðherra að alls hefðu verið skráð 158 tonn af þeim veidd í flot­vörp­ur. Í hring­nót­ina var meðafli hrogn­kelsa á sama tíma­bili aðeins 347 kíló. Þannig var skráður meðafli af grá­sleppu í flot­vörp­ur á of­an­greindu tíma­bili 455 sinn­um meiri en í hring­nót.

Grásleppulöndun á Árskógssandi.
Grá­sleppu­lönd­un á Árskógs­sandi.

Fari hrogn­kels­in í kvóta sem deilt verði milli grá­sleppu­út­gerða má ætla að spilað verði úr því sam­kvæmt hug­mynda­fræði og leik­regl­um kvóta­kerf­is­ins. Hafi upp­sjáv­ar­skip­in ekki aðgang að grá­sleppu­kvót­um til að fóðra upp í meðafl­ann þá gætu þau lent í mikl­um vand­ræðum við að stunda veiðar. Þannig muni stóru út­gerðarfyr­ir­tæk­in sem eiga upp­sjáv­ar­skip­in þurfa að leigja til sín hrogn­kelsa­kvóta frá grá­sleppu­út­gerðunum. Ann­ar mögu­leiki væri að breyt­ing­ar yrðu gerðar á því frum­varpi sem nú ligg­ur fyr­ir þannig að upp­sjáv­ar­skip fengju út­hlutað grá­sleppu­kvót­um. Slíkt myndi ef­laust mæta and­spyrnu grá­sleppu­út­gerða sem þætti að tekið væri frá þeim af leyfi­leg­um heild­arafla hvers árs. Enn einn mögu­leiki er að út­gerðir upp­sjáv­ar­veiðiskipa yrðu að kaupa var­an­leg­ar heim­ild­ir af grá­sleppu­út­gerðum sem nota mætti þá til að mæta meðafla skipa þeirra.

Hvernig á svo að haga eft­ir­liti með meðafla hrogn­kelsa um borð í upp­sjáv­ar­skip­um? Eig­end­ur afla­heim­ilda í hrogn­kels­um hljóta að gera kröf­ur um að all­ur meðafli af grá­sleppu skuli skráður sam­visku­lega af hlut­laus­um aðilum. Vand­séð er hvernig slíkt fari fram um borð í upp­sjáv­ar­skip­um nema með eft­ir­lits­mönn­um, og þá á kostnað þeirra út­gerða sem eiga þau skip.

Svo er það hvernig verðmynd­un yrði háttað á grá­sleppu­kvót­um? Þar má vænta að fram­boð og eft­ir­spurn ráði för. Upp­sjáv­ar­veiðarn­ar á síld, kol­munna, mak­ríl og loðnu skila miklu afla­verðmæti. Enn og aft­ur: upp­sjáv­ar­skip­in munu trauðla getað stundað veiðar nema hafa aðgang að veiðiheim­ild­um í hrogn­kels­um. Gæti mynd­ast markaður selj­enda þar sem meint­ir eig­end­ur hrogn­kelsa við Ísland hefðu kverka­tak á upp­sjáv­ar­út­gerðunum með kröf­um um him­in­hátt verð fyr­ir grá­sleppu­kvóta?

Vera má að ein­hverj­ir hafi svör og lausn­ir á reiðum hönd­um við þessu öllu sam­an og þá væri upp­lýs­andi að sjá þau.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: