Willum vill leiða Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.

Will­um Þór Þórs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, býður sig fram til áfram­hald­andi for­ystu á lista Fram­sókn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar til Alþing­is. Frá þessu grein­ir Will­um á Face­book.

„Á þessu kjör­tíma­bili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðar­störf­um m.a. sem formaður fjár­laga­nefnd­ar ásamt því að vera starf­andi þing­flokks­formaður. Auk þess hef ég setið í efna­hags- og viðskipta­nefnd, alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og for­sæt­is­nefnd. Kjör­tíma­bilið hef­ur verið viðburðaríkt og óvenju krefj­andi, held ég að sé óhætt að segja,“ skrif­ar Will­um og bæt­ir við:

„Næstu miss­eri verða mik­il­væg í viðspyrn­unni og mikl­ar áskor­an­ir m.a. á sviði efna­hags­mála, rík­is­fjár­mála og at­vinnu­mála. Stór mál sem þarf að tak­ast á við af ábyrgð, festu og skyn­semi.
Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðar­störf­um sem mér hef­ur verið trúað fyr­ir komi að góðum not­um við þær áskor­an­ir sem fram und­an eru. Ég óska því eft­ir að fá tæki­færi til að leggja mitt af mörk­um og bið áfram um stuðning ykk­ar í 1. sæti lista Fram­sókn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi.“

mbl.is