Apar spjölluðu saman á Zoom

00:00
00:00

Starfs­fólk í dýra­görðum í Tékklandi reyn­ir nú að hafa ofan af fyr­ir dýr­un­um í dýra­görðunum með óhefðbundn­um hætti. Ný­lega fengu simp­ans­ar í Dvur Kra­love nad Labem-dýrag­arðinum að „spjalla“ við frænd­ur sína í dýrag­arðinum í Brno.

Dýrag­arðar hafa mikið til verið lokaðir í heims­far­aldr­in­um og simpöns­un­um hef­ur því leiðst. Því var brugðið á það ráð að leyfa þeim að „hitta“ aðra apa í gegn­um fjar­fund­ar­búnað. 

Einnig hef­ur Dvur Kra­love-dýrag­arður­inn haft beina út­send­ingu úr búri simp­ans­anna til að leyfa al­menn­ingi að fylgj­ast með öp­un­um.

mbl.is