Nýr Börkur hefur verið í smíðum fyrir Síldarvinnsluna hjá skipasmíðastöðinni Karstensens í Skagen í Danmörku og er smíðin komin á lokastig, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.
Í byrjun marsmánaðar fengu fulltrúar útgerðarinnar að vera viðstaddir prufusiglingu skipsins og voru þeir hæstánægðir með það. Einnig hefur Karl Eskil Pálsson fréttamaður N4 heimsótt Skagen og fræðst um smíði skipsins.