Fengu að berja nýjan Börk augum

Nýr Börkur er hinn glæsilegasti.
Nýr Börkur er hinn glæsilegasti. Ljósmynd/Karl Jóhann Birgisson

Nýr Börk­ur hef­ur verið í smíðum fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una hjá skipa­smíðastöðinni Kar­sten­sens í Ska­gen í Dan­mörku og er smíðin kom­in á loka­stig, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Í byrj­un mars­mánaðar fengu full­trú­ar út­gerðar­inn­ar að vera viðstadd­ir prufu­sigl­ingu skips­ins og voru þeir hæst­ánægðir með það. Einnig hef­ur Karl Eskil Páls­son fréttamaður N4 heim­sótt Ska­gen og fræðst um smíði skips­ins.

mbl.is