Fengu að berja nýjan Börk augum

Nýr Börkur er hinn glæsilegasti.
Nýr Börkur er hinn glæsilegasti. Ljósmynd/Karl Jóhann Birgisson

Nýr Börkur hefur verið í smíðum fyrir Síldarvinnsluna hjá skipasmíðastöðinni Karstensens í Skagen í Danmörku og er smíðin komin á lokastig, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Í byrjun marsmánaðar fengu fulltrúar útgerðarinnar að vera viðstaddir prufusiglingu skipsins og voru þeir hæstánægðir með það. Einnig hefur Karl Eskil Pálsson fréttamaður N4 heimsótt Skagen og fræðst um smíði skipsins.

mbl.is