Framsalsbeiðni Albana hafnað árið 2017

Dómsmálaráðuneytið hafnaði framsalsbeiðni albanskra dómsmálayfirvalda árið 2017.
Dómsmálaráðuneytið hafnaði framsalsbeiðni albanskra dómsmálayfirvalda árið 2017. mbl.is/Hjörtur

Al­bönsk yf­ir­völd óskuðu eft­ir því árið 2015 að maður­inn, sem hef­ur játað að hafa orðið Arm­ando Beqirai að bana fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði í fe­brú­ar síðastliðnum, yrði fram­seld­ur frá Íslandi til Alban­íu. Frétta­blaðið greindi fyrst frá. 

Dóms­málaráðuneytið hafnaði þeirri beiðni árið 2017 vegna þess að end­an­leg­ur dóm­ur í máli manns­ins í Alban­íu lá ekki fyr­ir og því upp­fyllti framsals­beiðnin ekki skil­yrði þeirra alþjóðasamn­inga sem Ísland er aðili að. Maður­inn var sak­felld­ur fyr­ir ráns­brot í Alban­íu. Þetta kem­ur fram í svari dóms­málaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is.

Framsals­beiðnin var á sín­um tíma send úr ráðuneyt­inu, sem tók hana til meðferðar eins og lög kveða á um, til embætt­is rík­is­sak­sókn­ara til frek­ari af­greiðslu.

mbl.is