Ofurhjónin Tom Brady og Gisele Bündchen virðist ætla að njóta páskahátíðarinnar í sólinni á Kosta Ríka. Brady og Bündchen hafa sést á vappi á ströndinni og að borða á veitingastöðum.
Börnin þeirra þrjú, Benjamin, Vivian og Jack, eru öll með í för.
Brady jafnar sig nú á hnéaðgerð sem hann fór í fyrr á þessu ári vegna ótilgreinds kvilla. Hann hefur því þurft að taka sér frí frá æfingum með liði sínum Tampa Bay Buccaneers.