Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíós Paradísar ætlar í sveitina um páskana að Hurðarbaki í Borgarfirði.
„Sveitin er fallegasti staður í heimi. Við ætlum að fara í Kraumu við Deildartunguhver og gæða okkur á hamborgurum eftir slökun í náttúrupottunum og gufu. Við eigum tvö lítil kríli og ætlunin er að leika með þeim bæði úti og inni á sveitabæ tengdaforeldra minna þar sem eru bæði kindur og hestar. Ég og tengdamóðir mín ætlum að horfa á kvikmyndir enda eigum við það sameiginlega áhugamál að horfa á áhugaverðar myndir frá öllum heimshornum. Kannski við höfum skandinavískt eða asískt þema, hver veit? Svo skiptir miklu máli að borða góðan mat og njóta lífsins,“ segir Ása.