Grásleppuútgerðir stofna hagsmunasamtök

Mikið hefur verið deilt um tilhögun grásleppuveiða og hafa þeir …
Mikið hefur verið deilt um tilhögun grásleppuveiða og hafa þeir sem styðja kvótasetningu stofnað eigin samtök grásleppuútgerða. mbl.is/Sigurður Ægisson

Unnið er að stofn­un Lands­sam­bands grá­sleppu­út­gerða (LSG) og er hóp­ur­inn sem stend­ur að und­ir­bún­ingn­um sá sami og af­henti Kristjáni Þór Júlí­us­syni, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, stuðningyf­ir­lýs­ingu frá meiri­hluta grá­sleppu­leyf­is­hafa vegna fyr­ir­hugaðrar kvóta­setn­ing­ar grá­sleppu­veiða.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur hins veg­ar verið mót­fallið hvers kyns hug­mynd­um um kvóta­setn­ingu veiðanna og hafa staðið mikl­ar deil­ur um málið meðal fé­lags­manna.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um nýju sam­tak­anna að „hug­mynd­in að stofn­un LSG hef­ur varað í nokkra mánuði og ljóst að þörf­in fyr­ir al­vöru­mál­svara grá­sleppu­út­gerða hef­ur farið vax­andi með degi hverj­um. Mik­ill fjöldi leyf­is­hafa hring­inn í kring­um landið hef­ur lagt ríka áherslu á slíka und­ir­bún­ings­vinnu og telja aðilar nauðsyn­legt að hags­muna þeirra sem veiðarn­ar stunda, sé gætt af fé­lags­skap þar sem lít­il skör­un sé á hags­mun­um við ákv­arðanir um stefnu­mót­un.“

Aðstand­end­ur LSG hvetja hand­hafa grá­sleppu­veiðileyfa sem vilja taka þátt í stofn­un sam­tak­anna til að skrá sig á stofn­fund sam­bands­ins og vísa á Face­book-síðu þeirra. „Mik­il­vægt er að ráðuneyti sjáv­ar­út­vegs­mála, Alþingi og stjórn­sýsl­an, hafi traust­an hóp þeirra sem mestra hags­muna hafa að gæta; til skrafs og ráðagerða um til­hög­un grá­sleppu­veiða og vinnslu til framtíðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is