Ráðgjöf Hafró hækkar um 74% fyrir grásleppu

Lagt er til að 9.040 tonn af grásleppu verði veidd …
Lagt er til að 9.040 tonn af grásleppu verði veidd á fiskveiðiárinu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Heim­ilt verður að veiða 9.040 tonn af grá­sleppu á vertíð árs­ins ef farið verður að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem birt var í dag. Um er að ræða mynd­ar­lega hækk­un frá ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir vertíðina í fyrra þegar hún nam 5.200 tonn­um og hækk­ar því ráðgjöf­in um 74% milli ára.

Fram kem­ur á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að „ráðgjöf­in bygg­ir að mestu á stofn­vístölu úr stofn­mæl­ingu botn­fiska í mars 2021 en hún var sú hæsta frá upp­hafi mæl­inga 1985.“

Þá er bent á að stofn­vísi­töl­ur hrogn­kelsa sveifl­ast milli ára og má það meðal ann­ars að rekja til óvissu í mæl­ing­um. „Vegna þessa veg­ur stofn­vísi­tala sama árs 70% á móti 30% vægi vísi­tölu fyrra árs við út­reikn­ing ráðlagðs há­marks­afla. Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur jafn­framt til að upp­hafsafla­mark fisk­veiðiárið 2021/​2022 verði 3.174 tonn.“

Haf­rann­sókna­stofn­un ít­rek­ar í ráðgjöf sinni að bæta þurfi skrán­ingu meðafla og eft­ir­lit með brott­kasti við grá­sleppu­veiðar.

mbl.is