Segir kröfu Samherja atlögu að Helga Seljan

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, segir kröfu Samherja um að Helgi …
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, segir kröfu Samherja um að Helgi Seljan fái ekki lengur að fjalla um Samherja, vera enn aðra aðför að frétta- og blaðamönnum RÚV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu um úr­sk­urð stjórn­ar RÚV, frá því fyrr í dag, þar sem stjórn­in hafnaði kröfu Sam­herja um að Helga Selj­an frétta­manni yrði bannað að fjalla meira um fyr­ir­tækið. Hún seg­ir að ógern­ing­ur sé að slíta kröfu Sam­herja frá skipu­lagðri aðför fé­lags­ins að frétta- og blaðamönn­um, sem fjallað hafa um mál­efni þess á und­an­förn­um miss­er­um.

Rakel seg­ir að stjórn RÚV hafi ekki getað kom­ist að ann­arri niður­stöðu í mál­inu, enda skýrt að stjórn RÚV komi ekki að rit­stjórn RÚV. Einnig ít­rek­ar hún að siðanefnd RÚV hafi ekki kom­ist að þeirri niður­stöðu að Helgi hafi brotið starfs­skyld­ur sín­ar með um­mæl­um sín­um, sem hann lét falla á sam­fé­lags­miðlum.

Hún seg­ir að aðför Sam­herja hafi aðeins einn til­gang: að kæfa gagn­rýna um­fjöll­um um fyr­ir­tækið og lík­ir því við að skjóta sendi­boða svo upp­lýs­ing­ar skili sér ekki til al­menn­ings.

Kerf­is­bund­in at­laga Sam­herja

Helgi Selj­an og aðrir frétta­menn frétta­skýr­ing­arþátt­ar­ins Kveiks, sem er á dag­skrá RÚV, hafa að und­an­förnu fjallað um meint brot Sam­herja, sem til rann­sókn­ar eru bæði á Íslandi og er­lend­is. Rakel seg­ir í til­kynn­ing­unni að þau meintu brot séu um­fangs­mik­il.

Í lok til­kynn­ing­ar sinn­ar rifjar Rakel upp mynd­bönd, sem Sam­herji hóf að senda frá sér í ág­úst síðastliðnum, þar sem stjórn­end­ur Sam­herja saka frétta­menn RÚV um að fara með ósann­indi. Það seg­ir Rakel að hafi brotið blað í ís­lenskri sögu ásamt því að hún seg­ir mynd­bönd Sam­herja hafa verið kerf­is­bundna at­lögu, sem fel­ur í sér lýðræðis­lega ógn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina