Átta berjast um fimm efstu sætin

Samsett mynd af frambjóðendunum.
Samsett mynd af frambjóðendunum. Ljósmynd/Aðsend

Fram­boðsfrest­ur Vinstri grænna í Norðvest­ur­kjör­dæmi er runn­inn út. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sæt­in í kjör­dæm­inu í ra­f­rænu for­vali sem verður haldið dag­ana 23. til 25. apríl.

Fram­bjóðend­urn­ir eru eft­ir­tald­ir:

Bjarni Jóns­son, fiski­fræðing­ur og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi, 1. sæti

Lár­us Ástmar Hann­es­son, grunn­skóla­kenn­ari og bæj­ar­full­trúi, 3.-5. sæti

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir alþing­ismaður, 1. sæti

María Hild­ur Maack um­hverf­is­stjóri, 3.-5. sæti

Nanný Arna Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri og bæj­ar­full­trúi, 3.-5. sæti

Sig­ríður Gísla­dótt­ir, dýra­lækn­ir, 2.-4. sæti

Þóra Magnea Magnús­dótt­ir kenn­ari, 2.-3. sæti

Þóra Mar­grét Lúth­ers­dótt­ir, sauðfjár- og skóg­ar­bóndi, 2.-3. sæti

Bind­andi í efstu þrjú 

Kosn­ing hefst á miðnætti 23. apríl og stend­ur til kl. 17.00 þann 25. apríl. Kosið verður um fimm efstu sæti á list­an­um, þar af bind­andi í efstu þrjú en í sam­ræmi við for­vals­regl­ur VG. At­kvæðis­bær í for­val­inu eru öll þau sem skráð eru í hreyf­ing­una í kjör­dæm­inu 10 dög­um fyr­ir kjör­fund, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Tveir ra­f­ræn­ir fram­boðsfund­ir verða haldn­ir og opn­ir öll­um:

10. apríl kl. 12.00

19. apríl kl. 20.00.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, stýr­ir fund­un­um. Hlekk á fund­ina verður hægt að nálg­ast á vg.is og á sam­fé­lags­miðlum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina