Eldisstöð Arctic Fish stækkuð

Estrela Abelleira vinnur með hrogn frá Stofnfiski í seiðastöð Arctic …
Estrela Abelleira vinnur með hrogn frá Stofnfiski í seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði. Hún hreinsar egg og dauð seiði úr klakbökkunum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nú í sum­ar hefjast fram­kvæmd­ir við stækk­un seiðaeld­is­stöðvar Arctic Fish í Tálknafirði sem jafn­framt er stærsta bygg­ing á Vest­fjörðum. Reisa á 6.000 fer­metra hús, en með því verður hægt að auka árs­fram­leiðslu stöðvar­inn­ar úr 500 í 1.000 tonn. Þá verður fram­leiðslu­get­an um 5 millj­ón­ir 200 gramma stórra seiða í stöðinni, en úr þeim fjölda ætti að vera hægt að ala á ári hverju um það bil 25.000 tonn af laxi í slát­ur­stærð.

Kost­ar á þriðja millj­arð kr. 

Áætlaður kostnaður við stækk­un­ina er vel á þriðja millj­arð króna. Inni í þeirri tölu er meðal ann­ars það sem kost­ar að koma upp 4 MW vara­afls­stöð, sem þarf til að tryggja ör­yggi í stöðinni ef raf­magns­laust verður. Bygg­ing­ar­tími er um tvö ár og munu um 40-50 manns koma að mál­inu á fram­kvæmda­tíma.

Eldisstöðin í botni Tálknafjarðar sem nú stendur til að stækka.
Eld­is­stöðin í botni Tálkna­fjarðar sem nú stend­ur til að stækka. mbl.is

Í dag starfa um 55 manns hjá Arctic Fish. Fimmtán vinna í seiðaeld­is­stöðinni í Tálknafirði, um 30 manns eru við sjó­eldið í Pat­reks-, Tálkna- og Dýraf­irði og af­gang­ur­inn, um 10 manns, á skrif­stof­um fé­lag­ins á Ísaf­irði og Tálknafirði. Stöðugt fjölg­ar í fé­lag­inu en fé­lagið aug­lýs­ir nú eft­ir um 10 nýj­um starfs­mönn­um sem hefja störf á næstu mánuðum. Ný­verið lauk fé­lagið við hluta­fjárút­boð og er nú skráð í kaup­höll­ina í Ósló. Markaðsvirði fé­lags­ins er í dag um 30 millj­arðar. Í dag eru um 8.000 tonn í sjó og gert er ráð fyr­ir að upp­skera á þessu ári um 12.000 tonn sem er tæp­lega 40% aukn­ing á milli ára.

 Spenn­andi tím­ar fram und­an

„Það eru spenn­andi tím­ar fram und­an í fisk­eld­inu á Vest­fjörðum og land­inu öllu. Fyr­ir­tæk­in eru far­in að upp­skera fisk all­ar vik­ur árs­ins og út­flutn­ing­ur­inn er far­inn að skipta ís­lenskt hag­kerfi miklu máli,“ seg­ir Stein Ove Tveiten for­stjóri fé­lag­ins í til­kynn­ingu.

„Með eldi und­an­far­inna ára höf­um við aflað okk­ur mik­ill­ar reynslu og starfs­fólk okk­ar hef­ur náð góðum tök­um á fram­leiðslunni. Við höf­um því mikla trú á að vöxt­ur­inn geti haldið áfram og að fram­leiðsla inn­an Vest­fjarða muni tvö­fald­ast frá því sem nú er á næstu árum. Stækk­un okk­ar á seiðaeld­is­stöðinni í Tálknafirði er liður í því að mæta þeirri fram­leiðslu­aukn­ingu og ger­ir okk­ur kleift að setja út stærri seiði sem stytt­ir þann tíma sem fisk­ur­inn þarf að vera í sjón­um,“ seg­ir Tveiten enn frem­ur. 

Stein Ove Tveiten.
Stein Ove Tveiten.
mbl.is