Nýr Vilhelm Þorsteinsson til hafnar á Akureyri í dag

Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri.
Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Vil­helm Þor­steins­son EA-11 sigldi inn Eyja­fjörðinn í fyrsta sinn í gær, á leið sinni frá skipa­smíðastöðinni Kar­sten­sens í Ska­gen í Dan­mörku.

Form­leg­ur komu­dag­ur skips­ins til lands­ins verður aft­ur á móti í dag, en þá hafa skip­verj­ar all­ir fengið niður­stöður úr seinni Covid-19-sýna­töku. Í millitíðinni hef­ur áhöfn skips­ins verið í góðu yf­ir­læti á Eyjaf­irðinum.

Vil­helm Þor­steins­son EA-11 er stórt, glæsi­legt og þykir full­komið skip til upp­sjáv­ar­veiða. Það er 89 metr­ar að lengd og 16,6 metr­ar að breidd. Burðarget­an er vel yfir þrjú þúsund tonn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: