Önnur aðalvél Týs er ónothæf

Varðskipið Týr liggur nú við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Gert verður …
Varðskipið Týr liggur nú við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Gert verður við skipið til bráðabirgða svo það geti gagnast við gæslu í sumar. Ljósmynd/sisi

Á dög­un­um var varðskipið Týr tekið niður úr Slippn­um í Reykja­vík, þar sem það hafði verið í rúm­an mánuð. Unnið var að viðgerðum og grein­ing gerð á skemmd­um. Týr ligg­ur nú við Faxag­arð í Gömlu höfn­inni.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, var lokað fyr­ir skut­pípu annarr­ar skrúfu skips­ins og er því aðeins önn­ur aðal­vél þess í lagi.

„Tek­in hef­ur verið ákvörðun um að skipið verði lagað til bráðabirgða svo það geti að ein­hverju leyti gagn­ast í sum­ar meðan beðið er eft­ir varðskip­inu Freyju. Þá er einnig ljóst að skipið verður ekki notað yfir vetr­ar­mánuðina í nú­ver­andi ástandi,“ seg­ir Ásgeir í Morg­un­blaðinu í dag.

Þegar Týr var tek­inn upp í Slipp­inn í Reykja­vík í janú­ar kom í ljós al­var­leg bil­un í aðal­vél skips­ins. Land­helg­is­gæsl­an átti ekki nauðsyn­lega vara­hluti, smíði þeirra tal­in tíma­frek og ljóst að ekki yrði um var­an­lega viðgerð að ræða. Einnig kom í ljós við slipp­töku Týs í janú­ar að tveir af tönk­um skips­ins eru ónýt­ir sök­um tær­ing­ar og sjókæli­kerfi skips­ins lek­ur. Slík­ur leki var tal­inn ógna ör­yggi skips og áhafn­ar. Því var ljóst að grípa varð til skjótra viðbragða. Sem kunn­ugt er tók rík­is­stjórn­in þá ákvörðun á fundi sín­um 5. mars sl., þegar þessi staða varð ljós, að kaupa notað skip sem komi í stað Týs við gæslu­störf. Nýja skipið mun fá nafnið Freyja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: