Beitir aflamesta skipið á loðnuvertíðinni

Beitir NK var aflamesta skipið á liðinni loðnuvertið.
Beitir NK var aflamesta skipið á liðinni loðnuvertið. Ljósmynd/Aðsend

Á liðinni vertíð var landað 20.288 tonn­um til vinnslu í Nes­kaupstað. Þar af lönduðu norsk skip 3.165 tonn­um og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq 1.169 tonn­um. Þetta kem­ur fram á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Þar seg­ir að „nýliðin loðnu­vertíð hafi gengið eins og í sögu“. Bent er á að sam­an­lagður afli ís­lensku loðnu­skip­anna hafi verið 70.726 tonn og að þessi 18 sem lönduðu loðnu hafi öll náð sín­um kvóta. Þá fór „nán­ast all­ur afl­inn fór til mann­eld­is­vinnslu, loðnan var heilfryst og und­ir lok vertíðar var öll áhersla lögð á hrogna­fram­leiðslu“.

Beit­ir NK, sem Síld­ar­vinnsl­an ger­ir út, kom með mesta loðnu­afla til hafn­ar meðal ís­lenskra skipa og nam heild­arafli skips­ins 7.330 tonn­um. Börk­ur NK, sem var í sam­vinnu við Beiti um veiðarn­ar, fékk 6.465 tonn af loðnu á vertíðinni. Bjarni Ólafs­son AK, skip Run­ólfs Hall­freðsson­ar ehf. sem er dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar, landaði 2.099 tonn­um.

Börkur NK á Skjálfanda í febrúar.
Börk­ur NK á Skjálf­anda í fe­brú­ar. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
mbl.is