Edda Falak og Kristján Helgi eru nýtt par

Edda Falak og Kristján Helgi eru nýtt par.
Edda Falak og Kristján Helgi eru nýtt par. Samsett mynd

Íþróttakonan Edda Falak er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Kristján Helgi Hafliðason og er glímukappi og þjálfari í Mjölni. Edda staðfesti sambandið í samtali við Smartland en Edda birti nokkrar myndir af sér og Kristjáni á Instagram yfir páskahátíðirnar. 

Edda hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði eftir að hún flutti heim til Íslands en hún opnaði meðal annars umræðuna um birtingu kynþokkafullra mynda á Instagram. Hún byrjaði svo nýlega með hlaðvarpsþættina Eigin konur ásamt Fjólu Sigurðardóttur.

Edda var áður í sambandi með áhrifavaldinum Brynjólfi Löve en sambandi þeirra lauk fyrr á þessu ári. 

mbl.is