Minni virkni humars með styttri sólargangi

Hljóðmerki límt á humar í skímunni í Jökuldýpi.
Hljóðmerki límt á humar í skímunni í Jökuldýpi. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar á hegðun humars sýna greini­lega dæg­ur­sveiflu tengda við sól­ar­gang, hegðun eft­ir dýpi og tak­markað far ein­stak­ling­anna. Allt eru þetta nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem varpa ljósi á margt sem grun­ur lék á en hef­ur ekki verið rann­sakað eða kynnt áður á sam­bæri­leg­an hátt, seg­ir m.a. í skýrslu um verk­efnið, sem unnið var af sér­fræðing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar und­ir verk­efn­is­stjórn Jónas­ar P. Jónas­son­ar fiski­fræðings.

At­ferli let­ur­humars var kannað haustið 2020 á tveim­ur svæðum í Jök­ul­djúpi, á 115 metra og 195 metra dýpi. Á hvorri slóðinni voru merkt­ir 16 humr­ar með smá­um hljóðmerkj­um, límd­um á bakskjöld dýr­anna. Á hvoru svæði var sett niður net níu hlust­un­ar­dufla með 100 metra bili, auk straum­sjár. Humr­arn­ir voru merkt­ir í lok ág­úst og dufl­in tek­in upp í lok nóv­em­ber, en fáar bein­ar at­hug­an­ir í nátt­úru­legu um­hverfi hafa verið gerðar á at­ferli let­ur­humars. Upp­lýs­ing­ar bár­ust frá öll­um merkj­um en tíu humr­ar af 16 voru metn­ir lif­andi á hvor­um stað. Sex dýr á hvor­um stað voru með viðveru inn­an hlust­un­ar­svæðis­ins mest­all­an tím­ann.

Nýt­ist við skipu­lagn­ingu

At­ferli eða virkni dýr­anna var mis­mun­andi á hvoru svæði fyr­ir sig en dæg­ur­sveifla var mjög grein­an­leg og tíma­bil virkni stytt­ist þegar leið á haustið sam­fara styttri sól­ar­gangi.

Við humar­veiðar er yf­ir­leitt togað í nokkuð lang­an tíma á svæðum frá um 100 metr­um niður á 250 metra dýpi. Upp­lýs­ing­ar um mestu virkni inn­an hvers dýpt­ar­bils, inn­an árstíða geta þannig nýst við skipu­lagn­ingu veiða, þar sem hægt er að toga á mis­mun­andi dýpi yfir dag­inn, seg­ir í skýrsl­unni. Mik­il­vægt er þó að kanna og vakta fleiri um­hverf­isþætti líkt og þör­unga­blóma sem stjórn­ar miklu varðandi birtu­skil­yrði og veiðan­leika.

Áður óþekkt hegðun

Let­ur­hum­ar er mik­il­væg nytja­teg­und í hlý­sjón­um við Ísland. Humar­inn dvel­ur í hol­um á leir­botni sem hann gref­ur og viðheld­ur. Hann er ein­ung­is veiðan­leg­ur þegar hann yf­ir­gef­ur hol­una en afla­brögð geta verið mjög sveiflu­kennd. Hingað til hafa upp­lýs­ing­ar um virkni dýr­anna einkum byggst á upp­lýs­ing­um frá veiðum og til­raun­um við eldisaðstæður.

„Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar hafa opnað sýn á áður óþekkt hegðun­ar­mynst­ur mik­il­vægr­ar nytja­teg­und­ar við Ísland,“ seg­ir í skýrsl­unni. Jón­as verk­efn­is­stjóri seg­ir að at­ferlið yfir vor­mánuði og sum­ar­nótt­ina þegar vertíð stend­ur hvað hæst kalli á frek­ari rann­sókn­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: