Níu í framboði í Suðurkjördæmi

Níu eru í framboði innan Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sex karlar …
Níu eru í framboði innan Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sex karlar og þrjár konur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Níu fram­bjóðend­ur, þrjár kon­ur og sex karl­menn, taka þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi sem fram fer laug­ar­dag­inn 29. maí næst­kom­andi.

Kjós­end­ur velja fimm fram­bjóðend­ur. Kjör­nefnd Sjálf­stæðis­flokks í Suður­kjör­dæmi kom sam­an á fundi nú fyr­ir há­degi og tók til greina þau fram­boð sem bár­ust. Öll voru þau tek­in gild.

Páll Magnús­son, odd­viti flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, til­kynnti á dög­un­um að hann hygðist ekki gefa kost á sér.

Í fram­boði eru: Ásmund­ur Friðriks­son alþing­ismaður, Reykja­nes­bæ, Björg­vin Jó­hann­es­son fjár­mála­stjóri, Árborg, Eva Björk Harðardótt­ir, odd­viti Skaft­ár­hrepps, Guðberg­ur Reyn­is­son fram­kvæmda­stjóri, Reykja­nes­bæ, Guðrún Haf­steins­dótt­ir markaðsstjóri, Hvera­gerði, Ing­veld­ur Anna Sig­urðardótt­ir laga­nemi, Rangárþingi eystra, Jarl Sig­ur­geirs­son skóla­stjóri, Vest­manna­eyj­um, Mar­geir Vil­hjálms­son fram­kvæmda­stjóri og Vil­hjálm­ur Árna­son alþing­ismaður, Grinda­vík.

mbl.is