Eftirlitsmenn Fiskistofu 50% færri daga á sjó

Dögum sem eftirlitsmenn Fiskistofu eru við störf á sjó hefur …
Dögum sem eftirlitsmenn Fiskistofu eru við störf á sjó hefur fækkað á hverju ári, en voru sérstaklega fáir í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Dregið var veru­lega úr eft­ir­liti Fiski­stofu á sjó í mars á síðasta ári þegar regl­ur um sótt­varn­ir voru hert­ar í þeim til­gangi að draga úr út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Eft­ir­liti á sjó „var þó sinnt þegar slakað var á sótt­vörn­um og líka þegar aðstæður um borð voru þannig að hægt var að viðhafa viðun­andi sótt­varn­ir. Fóru þá eft­ir­lits­menn í skimun eins og áhafn­ir og var áhersla lögð á eft­ir­lit um borð í stærri skip­um seinnipart árs­ins,“ seg­ir í árs­skýrslu Fiski­stofu.

Í skýrsl­unni, sem birt var á fimmtu­dag, kem­ur fram að eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar voru við eft­ir­lit á sjó 571 dag á síðasta ári. Það eru um helm­ingi færri dag­ar en árið á und­an þegar eft­ir­lits­menn Fiski­stofu voru 1.129 daga við eft­ir­lit á sjó.

Það er hins veg­ar ekki aðeins hægt að benda á kór­ónu­veiruna þegar eft­ir­lits­dag­ar eru tald­ir og hef­ur dög­um sem eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar eru á sjó fækkað jafnt og þétt und­an­far­in ár og voru dag­arn­ir 1.250 árið 2018, 1.173 árið 2017, 1.390 árið 2016, 1.371 árið 2015, 1.607 árið 2014 og 1.743 dag­ar árið 2013. Með öðrum orðum hef­ur dög­um sem eft­ir­lits­menn Fiski­stofu eru við eft­ir­lit á sjó fækkað um 614 daga eða 35,2% frá ár­inu 2013 til 2019.

112 þúsund fisk­ar

Fram kem­ur að „störf eft­ir­lits­manna um borð fel­ast meðal ann­ars í stærðarmæl­ing­um á fiski og til­lögu­gerð um lok­an­ir veiðisvæða, kvörn­un og kyn­grein­ingu fiska, fylgj­ast með afla­sam­setn­ingu, veiðarfær­um, hlut­falli smá­fisks í afla og brott­kasti“. Jafn­framt fell­ur það í hlut þeirra að fylgj­ast með því að afla­dag­bæk­ur séu rétt út­fyllt­ar og í sam­ræmi við veiðar og afla um borð.

Árið 2020 mældu eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar 112.202 fiska og voru 1.649 fisk­ar kvarnaðir. Þá voru mæld 4.913 skeldýr auk þess sem 21 sjáv­ar­spen­dýr og fugl­ar voru skráð.

Fiski­stofa hef­ur um ára­bil átt í sam­starfi við Land­helg­is­gæslu Íslands um eft­ir­lit á grunn­slóð og hafa eft­ir­lits­menn Fiski­stofu sinnt störf­um um borð í varðskip­um. Það var fyrst í seinni hluta maí­mánuðar sem eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar fóru í dags­ferð með varðskip­inu Þór til að fylgj­ast með grá­sleppu­veiðum á inn­an­verðum Breiðafirði. Í júní var farið í eft­ir­lits­ferð með varðskip­inu Tý og svo aft­ur í júlí.

Ekki kom til skyndi­lok­un­ar

Fram kem­ur í árs­skýrsl­unni að í þess­um tveim­ur leiðöngr­um var farið um borð í 26 báta. Þar af voru 11 á hand­færa­veiðum, 3 á drag­nót, 3 á botn­vörpu, 6 á línu­veiðum, 2 á humartrolli og 1 upp­sjáv­ar­skip á mak­ríl­veiðum. Tveir bát­ar eða skip voru fær­eysk og eitt norskt. „Ein at­huga­semd og leiðbein­ing var gerð á vett­vangi vegna afla­dag­bók­ar sem er mik­il breyt­ing til batnaðar frá fyrri árum, 1 brota­skýrsla var gerð vegna brott­kasts. Ekki kom til skyndi­lok­un­ar vegna smá­fisks í afla.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: