„Heimsiglingin var frábær“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það alltaf tímamót að …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það alltaf tímamót að taka við nýju skipi og kveðst hæst ánægður með nýjan Vilhelm Þorsteinsson EA. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Nýtt upp­sjáv­ar­skip Sam­herja, Vil­helm Þor­steins­son EA-11, sigldi form­lega til hafn­ar á Ak­ur­eyri 3. apríl. Vil­helm hélt svo af stað á kol­munnamið við Fær­eyj­ar á föstu­dag þar sem skipið verður fyrst prófað við veiðar. Skip­stjóri seg­ir að kasta þurfi veiðarfær­um á leiðinni til að prófa þau og búnað.

„Heim­sigl­ing­in var frá­bær,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja. „Við feng­um ágætis­veður og allt reynd­ist vel, gott fólk um borð, skemmti­legt og góður mat­ur.“

Þor­steinn seg­ir að ákv­arðanir um kaup á nýju skipi séu stór­ar og spenn­andi en tekn­ar að vel ígrunduðu máli.

„Í hvert sinn sem maður tek­ur á móti skipi mark­ar það tíma­mót. All­ar ákv­arðanir sem maður tek­ur í sjáv­ar­út­vegi eru dýr­ar. Það er aft­ur á móti bara ein ákvörðun, að byggja eða byggja ekki. Auðvitað er hún tek­in að vand­lega at­huguðu máli og að sjálf­sögðu finn­ur maður til ábyrgðar þegar skipið er komið.“

Vilhelm Þoirsteinsson kemur til hafnar á Akureyri.
Vil­helm Þoir­steins­son kem­ur til hafn­ar á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

„Þetta er skemmti­legt þegar allt er enn á hug­mynda­stigi, að spá og spekulera, ræða við menn og marg­ir sem koma að verk­efn­inu. Eft­ir að búið er að semja er beðið eft­ir út­kom­unni. Við sjá­um hana núna og þá er að sjá hvort ákvörðunin sé rétt eða röng pen­inga­lega.“

Þor­steinn seg­ist trúa því að til lengri tíma hafi þetta verið rétt ákvörðun fyr­ir fyr­ir­tækið. Þá seg­ir hann að upp­gjör hafi farið fram fyr­ir skipið og hafi verðmiðinn á því verið um fimm og hálf­ur millj­arður.

Tóku sótt­kvína um borð

„Við tók­um sótt­kvína á leiðinni heim,“ seg­ir Þor­steinn aðspurður hvort hann væri ekki í sótt­kví. „Fyrst vor­um við skimaðir úti í Dan­mörku, svo læst­um við okk­ur inni í skip­inu í einn og hálf­an sól­ar­hring og sigld­um svo heim. Fór­um svo í skimun við kom­una til hafn­ar, vor­um svo einn sól­ar­hring úti á firði að bíða eft­ir niður­stöðunum. Við sigld­um svo skip­inu form­lega í höfn. Þetta voru um sex sól­ar­hring­ar frá því við vor­um skimaðir í Dan­mörku og þangað til við vor­um komn­ir í land. Þannig að þetta var skipu­lagt til þess að kom­ast til hafn­ar á laug­ar­degi, að sjálf­sögðu í sam­ráði við sótt­varna­yf­ir­völd á Íslandi.“

Varðandi nýj­ung­ar í skip­inu seg­ir Þor­steinn að miklu muni um nýtt fisk­leit­ar­tæki sem teg­unda­grein­ir fisk­inn.

Vilhelm Þorsteinsson á Eyjafirðinum.
Vil­helm Þor­steins­son á Eyjaf­irðinum. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

Nýr Vil­helm leys­ir gamla Vil­helm af hólmi. Þor­steinn seg­ir að sjálf­sögðu fækka í áhöfn­inni við að fara úr sjó­fryst­ingu í fersk­an. „Það skap­ast meiri at­vinna í landi og minni úti á sjó. Það eru tveir um hvert pláss á skip­inu.“ Gert er ráð fyr­ir að um átta til ell­efu manns verði í áhöfn eft­ir því hvað veitt er.

„Það fer fiðring­ur um mann þegar maður hef­ur ekki frysti­skip. Við höf­um verið í rekstri fiski­skipa lengi og við rák­um Vil­helm [eldri] í yfir tutt­ugu ár. Þannig að þetta verður öðru­vísi fyr­ir okk­ur. En þetta er sama þróun og hef­ur verið í bol­fiskn­um. Þar vor­um við með frysti­skip og færðum okk­ur yfir í fersk­an afla og land­vinnslu.“

Vinn­an allt öðru­vísi

„Það er nátt­úru­lega glæ­nýr búnaður alls staðar. Það er hröð þróun í þess­um tækj­um. Fjar­stjórn­un á kerf­um í skip­inu er hvergi nokk­urs staðar meiri held­ur en þarna. Þarna erum við að ganga mjög langt í að stjórna öll­um kerf­um skips­ins frá þrem­ur stöðum í skip­inu. Vinn­an verður að sumu leyti allt öðru­vísi,“ seg­ir Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri Sam­herja, spurður út í hvað hon­um finn­ist vera stærsta breyt­ing­in við nýja skipið.

„Það á við vél­ar­rúmið, það á við um hvernig afl­inn er tek­inn um borð og sett­ur í lest­arn­ar, um kæli­kerfið og varðandi lönd­un­ina, þegar afl­an­um er dælt í land.“

Kristján seg­ir að nýj­ung­ar skips­ins séu ekki síst hugsaðar til að spara olíu.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja.
Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri Sam­herja. Þór­hall­ur Jóns­son

„Við erum með mjög stóra land­teng­ingu í skip­inu, þannig að við þurf­um ekki að keyra dísel­vél­ar á meðan við lönd­um. Hún er fjór­um til fimm sinn­um stærri en við höf­um áður sett í skip.

Við erum með tvær aðal­vél­ar í skip­inu sem eru hvor um sig svo stór­ar að það er hægt að sigla á ann­arri og þar með spara al­veg gríðarlega mikla olíu.

Kæli­kerfið er stærra en við höf­um verið að nota áður, þannig að við get­um kælt afl­ann hraðar niður og þar af leiðandi skilað betra hrá­efni.“

Önnur nýj­ung um borð eru sjálf­virk­ir þvotta­stút­ar í hverri lest.

„Við erum með þrjá þvotta­stúta faststaðsetta í hverri lest, sem tengd­ir eru inn á þvotta­kerfi. Hug­mynd­in með þessu er sú að það sé hægt að þvo hverja lest fyr­ir sig án þess að nokk­ur maður fari niður í lest­ina,“seg­ir Kristján.

Óvenju­legt stafn skips­ins

Lög­un skips­ins, einkum stefn­is­ins, hef­ur vakið at­hygli. Sitt sýn­ist hverj­um um feg­urð þess en Kristján seg­ir til­gang­inn vera að fara bet­ur með skipið og áhöfn­ina.

„Við höf­um smíðað svona skrít­in stefni áður. Skip sem var smíðað fyr­ir UK fis­heries, sem við erum aðilar að, var teiknað nýtt árið 2012. Það stefni hef­ur skilað mjög góðri niður­stöðu. Svo fór­um við enn þá lengra með Bárði Haf­steins­syni skipa­verk­fræðingi í tyrk­nesku skip­un­um okk­ar [Kald­baki, Björgu og Björg­úlfi] sem er svona boga­dregið fram. Þau eru mjög góð og það er mín skoðun að skipið fari mun bet­ur með sig í sjó með svona stefni held­ur en öðrum. Þar af leiðandi líður áhöfn­inni einnig bet­ur um borð.“

Nýr Vilhelm Þorsteinsson á leið til hafnar á Akureyri.
Nýr Vil­helm Þor­steins­son á leið til hafn­ar á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

Hann seg­ir til­gang stefn­is­ins að draga úr höggi á skrokk­inn í mik­illi öldu.

„Þetta klýf­ur öld­una, skipið sigl­ir inn í öld­una og upp úr henni aft­ur. Hin skip­in, þessi hefðbundnu, ryðja öld­unni frá sér og höggva í. Það kost­ar orku að gera það.

Marg­ir segja stefnið ljótt en ef þú ferð um borð þá átt­ar maður sig á því að áhöfn­in sér aldrei þetta stefni en þeim líður bet­ur um borð.“

Spennt­ir að halda á miðin

Vil­helm hélt af stað á kol­munna við Fær­eyj­ar í gær. Blaðamaður náði tali af Guðmundi Þ. Jóns­syni skip­stjóra áður en haldið var af stað, sem kvaðst lít­ast vel á. „Þetta leggst bara vel í okk­ur. Vel út­búið skip í alla staði og við hlökk­um bara mikið til að láta á þetta reyna. Við för­um tólf út í þetta skiptið, til að þjálfa mann­skap­inn á nýja skipið. Svo verðum við bara átta eft­ir það á kol­munn­an­um.“

Skipstjórarnir á Vilhelmi Þorsteinssyni eru þeir Guðmundur Þ. Jónsson og …
Skip­stjór­arn­ir á Vil­helmi Þor­steins­syni eru þeir Guðmund­ur Þ. Jóns­son og Birk­ir Hreins­son. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

Hann seg­ir áhöfn­ina búna að eiga góða daga við und­ir­bún­ing á Ak­ur­eyri frá því skipið kom í höfn í byrj­un mánaðar.

„Við höf­um sýnt fólki í holl­um sam­kvæmt fjölda­tak­mörk­un­um hér um borð.“

Guðmund­ur seg­ir að veiðarfær­in verði prófuð á leiðinni. Hann hef­ur trú á því að lag skips­ins muni reyn­ast vel þar sem leiðinda­veður er á miðunum um þess­ar mund­ir.

Það er fallegt um borð.
Það er fal­legt um borð. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Skipið er hið glæsilegasta.
Skipið er hið glæsi­leg­asta. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: