Sigurinn í forvalinu kom á óvart

Hólmfríður Árnadóttir.
Hólmfríður Árnadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Hólm­fríður Árna­dótt­ir, mennt­un­ar­fræðing­ur og skóla­stjóri Sand­gerðis­skóla, er efst á lista Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Suður­kjör­dæmi eft­ir for­val flokks­ins sem fór fram um helg­ina.

„Ég er gríðarlega ánægð og þakk­lát fyr­ir stuðning­inn í Suður­kjör­dæmi, bara virki­lega,“ seg­ir Hólm­fríður í sam­tali við mbl.is. Hún hlakk­ar til að sinna þeim verk­efn­um sem henni verða fal­in.

„Þetta er virki­lega spenn­andi. Ég er spennt fyr­ir kosn­inga­bar­átt­unni og hlakka til að tak­ast á við það sem framu ndan er,“ seg­ir Hólm­fríður.

Hún seg­ist þakk­lát þeim sem treystu henni fyr­ir hlut­verk­inu.

Þingmaður, fyrr­ver­andi þingmaður og varaþingmaður

„Ég ætla bara að reyna að sann­ar­lega standa mig í þessu og vera trausts­ins verð og sinna þeim mál­efn­um sem standa okk­ur í VG næst, sem eru vel­ferðar­mál­in og kven­frelsi, jafn­rétti og um­hverf­is­vernd,“ seg­ir Hólm­fríður. 

Aðspurð seg­ir hún niður­stöðurn­ar hafa komið sér á óvart.

„Það voru þarna nátt­úru­lega þingmaður, fyrr­ver­andi þingmaður og varaþingmaður, þannig að þetta kom mér að vissu leyti á óvart, en ég er búin að sinna þess­ari kosn­inga­bar­áttu af heil­ind­um og hef reynt að leggja mig fram. Þannig að já, þetta kom mér á óvart, skemmti­lega á óvart.“

Úrslit for­vals­ins hafa vakið at­hygli, ekki síst fyr­ir þær sak­ir að sitj­andi þingmaður, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, hafnaði í fjórða sæti list­ans.

mbl.is