„Það er engin vörn fyrir launafólk“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, gerir verulegar athugasemdir við hugmyndir um …
Drífa Snædal, forseti ASÍ, gerir verulegar athugasemdir við hugmyndir um að leyfa þeim fyrirtækjum sem gera út íslensk kaupskip að greiða áhöfnum laun samkvæmt kjörum í þeim ríkjum þar sem áhöfn er með lögheimili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um gert at­huga­semd­ir við þetta, bæði form­lega og óform­lega. Við get­um ekki sætt okk­ur við það að það séu bara í gildi kjara­samn­ing­ar í þeim lönd­um sem þeim [skipa­fé­lög­um] þókn­ast,“ seg­ir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, í sam­tali við 200 míl­ur er hún er innt álits á frum­varpi til laga um ís­lenska alþjóðlega skipa­skrá.

Í frum­varp­inu er kveðið á um að launa­kjör skip­verja um borð ís­lensk­um kaup­skip­um miðist við kjör í því landi þar sem um­rædd­ur skip­verji hef­ur lög­heim­ili. Sam­kvæmt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu er um að ræða sam­bæri­legt ákvæði og er að finna í lög­um annarra ríkja, meðal ann­ars Nor­egi. Mark­mið lag­anna er sagt vera að bæta rekstr­ar­um­hverfi hér á landi til að hvetja skipa­fé­lög til að skrá skip sín hér á landi.

Drífa seg­ir verði frum­varpið að lög­um muni það heim­ila fé­lög­um sem gera út kaup­skip und­ir ís­lensk­um fána að taka aðeins áhafn­ir frá þeim ríkj­um þar sem laun eru lægst. „Það er eng­in vörn fyr­ir launa­fólk.“

„Við vit­um að fé­lags­leg und­ir­boð eiga sér stað í þess­um geira,“ seg­ir hún og bæt­ir við að samþykkt frum­varps­ins væru skila­boð um að á Íslandi séu fé­lags­leg und­ir­boð liðin. „Þarna er verið að samþykkja að megi leggja í að velja starfs­fólk um heim all­an til að greiða lægstu laun­in.“

Al­var­leg­ur ágalli í frum­varp­inu

Spurð um rök­stuðning ráðuneyt­is­ins og vís­un í sam­bæri­leg ákvæði í Nor­egi kveðst Drífa ekki þekkja norsku lög­in, en bend­ir á að verka­lýðshreyf­ing­in á alþjóðavísu hafi gert at­huga­semd­ir við þetta fyr­ir­komu­lag þegar kem­ur að launa­kjör­um áhaf­ana kaup­skipa.

Drífa seg­ir ASÍ leggj­ast gegn samþykkt frum­varps­ins. „Við höf­um verið að koma at­huga­semd­um á fram­færi við ráðuneyti og ráðherra beint og við mun­um halda áfram að gera at­huga­semd­ir við þetta frum­varp. Það er líka al­var­leg­ur ágalli í frum­varp­inu þar sem er gefið í skyn að það séu í gildi ein­hver alþjóðleg lág­marks­laun. Það er ekki rétt. Ráðuneytið virðist vera vís­vit­andi að mis­skilja alþjóðlega samn­inga sem eru gerðir á veg­um Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar (ILO).“

mbl.is