„Aðför að öllum launþegum í landinu“

Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, leggst alfarið gegn samþykkt frumvarps …
Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, leggst alfarið gegn samþykkt frumvarps sem leyfir erlend kjör í skipum skráðum á Íslandi. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þetta er gjör­sam­lega galið,“ seg­ir Berg­ur Þorkels­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, í sam­tali við 200 míl­ur um frum­varp til laga um um ís­lenska alþjóðlega skipa­skrá sem kynnt hef­ur verið í sam­ráðsgátt stjórn­valda. „Ég er ekki viss um að Sig­urður Ingi [Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra,] hafi lesið frum­varpið.“

Frum­varpið ger­ir meðal ann­ars ráð fyr­ir að launa­kjör skip­verja um borð í ís­lensk­um kaup­skip­um miðist við kjör í því landi þar sem skip­verji hef­ur lög­heim­ili. Til­lag­an hef­ur hlotið tölu­verða gagn­rýni og sagði Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, í gær að verði frum­varpið samþykkt muni það heim­ila fé­lags­leg und­ir­boð á Íslandi.

Mark­mið frum­varps­ins er sagt í grein­ar­gerð þess vera að hvetja til þess að kaup­skip­um verði siglt und­ir ís­lensk­um fána. Jafn­framt er það talið „mik­il­vægt til að viðhalda eft­ir­spurn eft­ir skip­stjórn­ar­mönn­um, sigl­ingaþekk­ingu og reynslu hér á landi“. Berg­ur seg­ir hins veg­ar af­leiðing­ar af ákvæðum fum­varps­ins gera það að verk­um að hið gagn­stæða ger­ist. „Fari þetta óbreytt í gegn er verið að leggja niður ís­lensku far­manna­stétt­ina eins og hún legg­ur sig,“ full­yrðir hann.

Stétt­in dauð í Nor­egi og Dan­mörku

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er meðal ann­ars bent á að sam­bæri­leg ákvæði eru í lög­um í ná­granna­lönd­um Íslands, meðal ann­ars í Nor­egi. Berg­ur seg­ir þetta ekki trú­verðugt. „Ég held að menn ættu að kynna sér stöðuna í norska kaup­skipa­flot­an­um. Það eru eng­ir Norðmenn á þeim skip­um, norska far­manna­stétt­in er út­dauð.

Dan­ir inn­leiddu á sín­um tíma alþjóðlega skipa­skrá og sama dag og hún tók gildi löbbuðu dansk­ir sjó­menn í land og upp land­gang­inn fóru er­lend­ir sjó­menn í þeirra stað. Ég held að danska skipa­fé­lagið MAERSK sé með um 300 kaup­skip og síðast er við viss­um var á þeim skip­um einn dansk­ur sjó­maður,“ út­skýr­ir Berg­ur.

AFP

Vara­samt for­dæmi

Formaður­inn seg­ir „grafal­var­legt“ ef á að leyfa er­lend­um kjara­samn­ing­um að gilda um ís­lensk­an vinnu­markað og það væri að setja vara­samt for­dæmi. „Þetta er ekki bara aðför að okk­ar fé­lags­mönn­um held­ur öll­um launþegum í land­inu. […] Þetta mun ekki stoppa þarna. Næst verður það flug­brans­inn og svo koll af kolli.“

Þá gef­ur hann lítið fyr­ir þá fyr­ir­vara sem sett­ir eru í frum­varpið sem meðal ann­ars kveða á um laun um borð í kaup­skip­um skráð á Íslandi verði aldrei lægri en það sem Alþjóðaflutn­inga­verka­manna­sam­bandið (ITF) miðar við á hverj­um tíma. Sú upp­hæð nem­ur 128 þúsund ís­lensk­um krón­um á mánuði sem er marg­falt lægra en launa­kjör ís­lenskra sjó­manna, að sögn Bergs.

Magnús M. Norðdahl, sviðsstjóri kjara­samn­inga hjá ASÍ, gagn­rýn­ir einnig fyr­ir­vara frum­varps­ins í Morg­un­blaðinu í dag. Þar seg­ir hann fyr­ir­vara er byggja á samþykkt­um Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar (ILO) ekki tryggja lág­marks­laun þar sem ákvæðin sem um ræðir eru aðeins viðmið er varða ríki sem ekki hafa leiðir til að ákveða lág­marks­laun.

mbl.is