Hvernig kemst að lokum upp um morðingjana?

Raðmorðinginn Robert Black rændi, misnotaði og myrti ungar stúlkur í Skotlandi. Hann náði að drepa þrjár stelpur á aldrinum 4–11 ára, en við réttarhöldin þótti ljóst að fórnarlömbin voru mun fleiri. Lögreglan var lengi ráðalaus þrátt fyrir víðtækar mannaveiðar. Það var ekki fyrr en nágranni handan götunnar varð vitni að mannráni að Black var loks gripinn.

Blaðakonan og glæpasagnahöfundurinn Lone Theils hefur alltaf verið heilluð af sönnum sakamálum og raðmorðingjum. Af hverju drepur fólk, aftur og aftur? Er um að ræða hreina illsku? Eða er eitthvað annað sem spilar þar inn í? Hvernig kemst að lokum upp um morðingjana?

Lone Theils hefur starfað sem blaðakona á Bretlandseyjum í 16 ár og í þessari þáttaröð beinir hún kastljósinu að frægustu raðmorðingjum Bretlands. Hún reynir að komast til botns í því hvað gerðist og reynir að skilja hvað fær sumt fólk til að drepa aftur og aftur. Í glæpasögum sínum sækir hún gjarnan innblástur í raunveruleikann en jafnframt hefur hún oft upplifað að raunveruleikinn geti verið hrikalegri en hvers kyns skáldskapur. Það á ekki síst við um morðin sem fjallað er um í hlaðvarpinu.

Hugarheimur morðingja er á Storytel og Þórunn Erna Clausen les sögurnar.

mbl.is