Vísa kvörtunum Samherja frá

Kvörtunum Samherja hefur verið vísað frá.
Kvörtunum Samherja hefur verið vísað frá. mbl.is/Sigurður Bogi

Kvört­un Sam­herja til nefnd­ar um dóm­ara­störf vegna vinnu­bragða Ingi­bjarg­ar Þor­steins­dótt­ur héraðsdóm­ara hef­ur verið vísað frá. Hið sama á við kvört­un fé­lags­ins til nefnd­ar um eft­ir­lit með lög­reglu vegna Finns Þórs Vil­hjálms­son­ar full­trúa héraðssak­sókn­ara.

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins.

Í des­em­ber úr­sk­urðaði Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur að KPMG skyldi af­henda sak­sókn­ara end­ur­skoðun­ar­gögn er varða Sam­herja. Í kjöl­farið kærði Sam­herji úr­sk­urðinn til Lands­rétt­ar sem seg­ir í úr­sk­urði sín­um frá 28. janú­ar aðfinnslu­vert að að héraðsdóm­ur hafi kom­ist að niður­stöðu án þess að hafa haft viðeig­andi rann­sókn­ar­gögn und­ir hönd­um.

Fram kem­ur í niður­stöðu nefnd­ar um dóm­ara­störf vegna kvört­un­ar Sam­herja, að með því að mál­inu var vísað aft­ur til héraðsdóms og við af­greiðslu máls­ins á ný hafi verið gerðar þær úr­bæt­ur sem Lands­rétt­ur taldi nauðsyn­leg­ar, sé ekki grund­völl­ur fyr­ir kvört­un Sam­herja á hend­ur dóm­ar­an­um.

Þá gerði Sam­herji at­huga­semd við starfs­hætti full­trúa héraðssak­sókn­ara þar sem hann hafi ekki lagt fram gögn þegar hann leitaði til héraðsdóms vegna gagna KPMG er tengj­ast Sam­herja. Var kvartað til nefnd­ar um eft­ir­lit með lög­reglu, en í svari nefnd­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn Rík­is­út­varps­ins var kvört­un­inni vísað frá þar sem verksvið nefnd­ar­inn­ar nái ekki til ákæru­valds­ins nema það varði störf lög­reglu.

mbl.is