Ánægð með frumvarp sem verkalýðsfélög harma

Brúarfoss og Dettifoss við bryggju í Reykjavík. Bæði Eimskip og …
Brúarfoss og Dettifoss við bryggju í Reykjavík. Bæði Eimskip og Samskip fagna frumvarpi um íslenska alþjóðlega skipaskrá sem hefur hlotið töluverða gagnrýni verkalýðsfélaga. Ljósmynd/Eimskip

Íslensku kaup­skipa­fé­lög­in Eim­skip og Sam­skip fagna frum­varpi um lög um ís­lenska alþjóðlega skipa­skrá, sem sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneytið hef­ur birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda, í skrif­leg­um svör­um við fyr­ir­spurn blaðamanns. Segja fé­lög­in nú­ver­andi rekstr­ar­um­hverfi ekki hag­stætt og benda á að ekk­ert kaup­skip sé skráð hér á landi.

Verka­lýðsfé­lög­in hafa hins veg­ar gagn­rýnt frum­varpið harðlega sem þau segja, verði það að lög­um, heim­ila fé­lags­leg und­ir­boð á Íslandi. Vís­ar verka­lýðshreyf­ing­in til ákvæðis­ins sem heim­il­ar kaup­skip­um sem skráð eru á Íslandi að greiða laun sam­kvæmt kjara­samn­ing­um í heimalandi skip­verja.

Í svari Eim­skips um af­stöðu fé­lags­ins til hins um­deilda ákveðis seg­ir: „Ein af ástæðum þess að nú­ver­andi skipa­skrá er ekki með skráð skip er vegna þeirra tak­mark­ana er snúa að áhöfn­um. Með því að létta slík­um tak­mörk­un­um er mun lík­legra að alþjóðleg­ir skipa­eig­end­ur sjái hag sinn í því að skrá skip sín á Íslandi og það get­ur falið í sér tæki­færi fyr­ir ís­lenska sjó­menn eins og dæm­in sanna, t.d. frá Fær­eyj­um þar sem fær­eysk­ir sjó­menn eru starf­andi á alþjóðleg­um skip­um sem skráð eru í fær­eysku skipa­skránni og sama má segja um Nor­eg.“

Sam­skip tek­ur und­ir mik­il­vægi sam­keppn­is­hæfn­is og seg­ir: „Þess má um leið geta að lang­stærsti hluti flutn­inga til og frá Íslandi er á hönd­um er­lendra aðila og skipa sem skráð eru út um all­an heim. Í því sam­hengi má nefna flutn­inga á súráli, olíu, áli, marg­vís­legri bygg­ing­ar­vöru, fóðri, áburði, vikri, fiski­mjöli og fleiru. Sam­skip styðja því breyt­ing­ar sem gera fyr­ir­tækj­um kleift að keppa á jafn­ræðis­grund­velli.“

Arnarfell, skip Samskipa, á leið til hafnar.
Arn­ar­fell, skip Sam­skipa, á leið til hafn­ar. Ljós­mynd/​Sam­skip

Mik­il­vægt hlut­verk

Þá telja bæði fé­lög­in já­kvætt að stjórn­völd hafa kynnt frum­varp um breyt­ing­ar á gild­andi lög­um sem á að skapa grund­völl fyr­ir ís­lenska alþjóðlega skipa­skrá. „Enda gegn­ir kaup­skipa­út­gerð mik­il­vægu hlut­verki í alþjóðaviðskipt­um sem og fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Fyr­ir eyríki eins og Ísland er mikið ör­ygg­is­mál fyr­ir þjóðina að hafa kaup­skip skráð á Íslandi svo landið hafi yf­ir­ráð yfir slík­um skip­um á vá­lynd­um tím­um, t.d. í heims­faröld­um í framtíðinni eða ef upp kæmi stríðsástand. […] Því yf­ir­ráð yfir skip­um ráðast af flagg­ríki skips­ins,“ seg­ir í svari Sam­skipa.

Eim­skip seg­ir að „með frum­varp­inu er verið að breyta lög­gjöf­inni á Íslandi til sam­ræm­is við það sem geng­ur og ger­ist í ná­granna­lönd­um okk­ar sem er já­kvætt. Það eru vissu­lega ein­hverj­ir þætt­ir sem skerpa þarf á en við erum að fara yfir drög­in og mun­um koma okk­ar ábend­ing­um á fram­færi.“

Þarf að laða að fjölda skipa

Fram kem­ur í grein­ar­gerð frum­varps­ins að gert sé ráð fyr­ir að fjár­ma­álaráðuneytið birti frum­varp um breyt­ing­ar á skatt­lagn­ingu kaup­skipa­út­gerða og telja skipa­fé­lög­in lík­legt að áformin auki lík­ur á að skip verði skráð hér á landi. Það er þó háð því að tak­ist að skapa hag­stæða um­gjörð sem upp­fyll­ir ör­yggis­kröf­ur, kröf­ur til skrán­inga og út­gáfu skír­teina og aðra þjón­ustu. „Til að halda uppk slíkri sól­ar­hringsþjón­ustu þarf því að laða að nokk­urn fjölda skipa,“ seg­ir í svari Eim­skips.

Sam­skip vísa til þess að fé­lagið er með flutn­inga í 12 ríkj­um og meiri­hluti þeirra verk­efna séu ótengd Íslandi. „Að mörgu er að hyggja varðandi alþjóðlega skipa­skrá og má þar nefna hluti á borð við lagaum­hverfi, skatta­regl­ur, regl­ur um áhafn­ir og þjón­ustu skipa­skrár við skip­seig­end­ur. En verði laga­breyt­ing­arn­ar til þess að lög­in hér verði sam­keppn­is­hæf við það sem ann­ars staðar ger­ist aukast vissu­lega mjög lík­ur á því að skip verði skráð hér á landi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: