Sigurey ST aflamest meðal grásleppubáta

Sigurey ST-22 er aflamesti grásleppubáturinn til þessa á yfirstandandi grásleppuvertíð.
Sigurey ST-22 er aflamesti grásleppubáturinn til þessa á yfirstandandi grásleppuvertíð. Ljósmynd/Halldór Höskuldsson

Grá­sleppu­vertíðin virðist hafa gengið vel til þessa og hef­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Fiski­stofu, 1.581 tonni af grá­sleppu verið landað og eru níu bát­ar komn­ir með yfir 30 tonna afla.

Aðeins þrír bát­ar eru með yfir 40 tonn og er það Sigur­ey ST-22 sem gerð er út frá Drangs­nesi sem er afla­mesti bát­ur­inn til þessa með 42,1 tonn, þétt á eft­ir fylg­ir Arnþór EA-37 sem hef­ur landað 42 tonn­um og Helga Sæm ÞH-70 sem hef­ur landað 40,3 tonn­um.

Í fjórða sæti er Hlökk ST-66 með 36 tonn og Krist­leif­ur ST-82 í fimmta með 34,6 tonn. Blíðfari ÓF-70 fylg­ir þar á eft­ir með 32,9 tonn, svo Feng­ur ÞH-207 með 32,8 tonn, Ísak AK-67 með 32 tonn og ní­undi bát­ur­inn með yfir 30 tonna grá­sleppu­afla er Norður­ljós NS-40 með 30,7 tonn.

Blíðfari ÓF-70 hefur komið með 32,9 tonn af grásleppu til …
Blíðfari ÓF-70 hef­ur komið með 32,9 tonn af grá­sleppu til hafn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Alls eru 105 bát­ar bún­ir að hefja veiðar og er talið að þeim muni fjölga, að því er fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS). Er vísað til þess að á vertíðinni í fyrra hafi verið 201 bát­ur á veiðum, en það voru um 50 færri bát­ar en á meðalári. Ástæða þessa miklu fækk­un­ar í fyrra er sögð vera að „um mánaðamót­in apríl/​maí var leyfi­leg­um heild­arafla náð og veiðar því stöðvaðar“.

Ekki markaður fyr­ir afla

Á grá­sleppu­vertíðinni sem nú stend­ur yfir eru veiðidag­arn­ir 40 og á heild­arafli ekki að vera um­fram 9.040 tonn sam­kvæmt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem ætti að vera veg­leg vertíð, en meðaltal ráðgjaf­ar stofn­un­ar­inn­ar á átta ára tíma­bili [2013-2020] er 5.386 tonn.

„Það þarf því ekki að koma nein­um á óvart að markaður­inn hiksti við slík­um tíðind­um og ekki hef­ur Covid-19 haft áhrif til góðs. Kaup­end­ur til­kynntu um eitt hundrað króna verðlækk­un á hvert kíló og greiða nú 130 kr./​kg fyr­ir óskorna grá­sleppu. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikið magn verður hægt að selja á því verði. Að óbreyttu er ekki markaður fyr­ir þann heild­arafla sem nú er leyfi­legt að veiða,“ seg­ir á vef LS.

mbl.is