Síldarvinnslan skilar 5,3 milljarða hagnaði

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Fyrirtækið skilaði myndarlegum hagnaði í fyrra.
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Fyrirtækið skilaði myndarlegum hagnaði í fyrra. Ljósmynd/Ómar Bogason

Hagnaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á ár­inu 2020 var 5,3 millj­arðar króna og legg­ur stjórn fé­lags­ins til að hagnaður árs­ins verði flutt­ur á milli ára, en fé­lagið greiddi ásamt starfs­fólki 4,8 millj­arða til hins op­in­bera á ár­inu. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í niður­stöðum rekstr­ar sem birt­ar hafa verið á vef út­gerðarfé­lags­ins.

Þá voru rekstr­ar­tekj­ur 24,9 millj­arðar króna, EBITDA-fram­legð fé­lags­ins 32,1% og nam 8 millj­örðum króna. Eigið fé í árs­lok var 49,1 millj­arður og eig­in­fjár­hlut­fallið 68%. Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins við lok síðasta árs námu 72,5 millj­örðum króna.

Afli skipa sam­stæðunn­ar var 145 þúsund tonn og tóku fiski­mjöls­verk­smiðjur Síld­ar­vinnsl­unn­ar á móti 123 þúsund tonn­um af hrá­efni. Fiskiðju­ver­in tóku við 51 þúsund tonn­um til vinnslu.

Hjá sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar störfuðu 338 manns til sjós og lands um síðustu ára­mót. Launa­greiðslur fé­lags­ins voru tæp­ar 4.737 millj­ón­ir króna á ár­inu 2020.

Mikl­ar fjár­fest­ing­ar

Fjár­fest­ing­ar fé­lags­ins námu um 2,2 millj­örðum króna og sala fasta­fjár­muna 835 millj­ón­um króna. Helstu fjár­fest­ing­arn­ar voru ný­smíði á upp­sjáv­ar­skip­inu Berki NK 122 sem er vænt­an­legt í lok maí. Einnig var fjár­fest í búnaði í upp­sjáv­ar­vinnsl­unni í Nes­kaupstað. Dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unn­ar Berg­ur-Hug­inn skrifaði und­ir kaup á öllu hluta­fé í Bergi ehf. sem ger­ir út skipið Berg VE og eru afla­heim­ild­ir Bergs 1.530 þorskí­gildist­onn. Þá seldi fé­lagið tog­ar­ann Smá­ey (áður Vest­manna­ey) á ár­inu.

Gert er ráð fyr­ir því að Síld­ar­vinnsl­an verði skráð í kaup­höll­ina í næsta mánuði. Ekki verður nýju hluta­fé bætt við þegar fé­lagið er skráð og því munu nú­ver­andi hlut­haf­ar þurfa að selja hluti við skrán­ing­una.

Meðal nú­ver­andi hlut­hafa Síld­ar­vinnsl­unn­ar er Sam­herji stærst­ur, en það fyr­ir­tæki fer með 44,64% hlut. Þá fer Kjálka­nes ehf. með 34,23% hlut en það fé­lag er í eigu tíu ein­stak­linga og eru Anna og Ingi Jó­hann Guðmunds­börn með hvort um sig 22,54%, en aðrir með minna. Þar á meðal Björgólf­ur Jó­hanns­son, einn tveggja for­stjóra Sam­herja, sem fer með 8,67% hlut í Kjálka­nesi.

Þá fer Sam­vinnu­fé­lag út­gerðarmanna Nes­kaupstaðar með 10,97% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Eign­ar­halds­fé­lagið Snæ­fugl ehf. fer með 5,29% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni, en eig­end­ur þess eru fjór­ir. Hall­dór Jónas­son er stærsti hlut­hafi í Snæ­fugli með 54,25% en Björgólf­ur Jó­hanns­son minnsti hlut­hafi með 5%.

Hraun­lón ehf., í jafnri eigu Ein­ars Bene­dikts­son­ar og Gísla Bald­urs Garðars­son­ar, fer með 1,62% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni en aðrir hlut­haf­ar eru með minna en eitt pró­sent. Alls eru ríf­lega 280 hlut­haf­ar í fé­lag­inu og ekki ljóst hverj­ir eru nú að hugsa um að selja hluti sína.

mbl.is