Siðanefnd féllst ekki á endurupptöku

Helgi Seljan fréttamaður.
Helgi Seljan fréttamaður. Skjáskot/RÚV

Siðanefnd RÚV hef­ur hafnað end­urupp­töku­beiðni Helga Selj­an, frétta­manns RÚV, í máli um brot Helga á siðaregl­um RÚV. Siðanefnd­in úr­sk­urðaði í mars að Helgi hefði gerst brot­leg­ur vegna um­mæla sinna um Sam­herja. Úrsk­urður­inn hafði þó eng­in áhrif á störf hans inn­an RÚV.

Helgi fór fram á að málið yrði tekið upp aft­ur vegna meints van­hæf­is Sigrún­ar Stef­áns­dótt­ur, nefnd­ar­manns í siðanefnd RÚV, en hún er jafn­framt skóla­stjóri Vís­inda­skóla unga fólks­ins við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, sem er meðal ann­ars styrkt­ur af Sam­herja. Þá er hún einnig stjórn­ar­maður í N4 ehf. á Ak­ur­eyri, sem er í óbeinni eigu Sam­herja, auk annarra, í gegn­um fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Vör og Síld­ar­vinnsl­una. 

Í svari siðanefnd­ar við end­urupp­töku­beiðni Helga seg­ir meðal ann­ars: 

„Hvað varðar hæfi eins nefnd­ar­manna, Sigrúnar Stefánsdóttur, sem tilf­nefnd var í siðanefnd RÚV af starfs­manna­félagi RÚV eft­ir að kæra barst, þá kem­ur ekk­ert fram í bréfi þínu sem gef­ur til kynna að hún hafi ekki verið hæf í skiln­ingi stjórnsýslu­laga til að kveða upp úrsk­urðinn. Af­markað verk­efni Sigrúnar er varðar Vísinda­skóla unga fólks­ins, sem er viku­langt námskeið fyr­ir börn á aldr­in­um 11-13 ára og er inn­an Háskólans á Ak­ukreyri, lá fyr­ir og er greitt af Háskólan­um á Ak­ur­eyri, þó starf­semi skólans sé vissu­lega studd af 20-25 fyr­ir­tækj­um á Ak­ur­eyri. Seta henn­ar í stjórn fjölmiðils­ins N4, und­an­far­in sjö ár, sem sjálf­stæður stjórn­ar­maður er öllum kunn. Hún er ekki eig­andi fjölmiðils­ins né á fjölmiðill­inn sérstakra og veru­legra hags­muna að gæta í málinu. Fjölmiðill­inn er jafn­framt með skýrar regl­ur um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði og stjórn hans kem­ur að engu leyti að rit­stjórn og dag­leg­um störfum. Því hef­ur ekk­ert komið fram sem rask­ar því mati að hún hafi verið hæf til að kveða upp úrsk­urð í málinu og ekk­ert komið fram sem dreg­ur óhlut­drægni henn­ar með réttu í efa.“

mbl.is