Boða samstarf á sviði loftslagsmála

John Kerry.
John Kerry. AFP

Yf­ir­völd í Kína og Banda­ríkj­un­um segj­ast vilja vinna sam­an ásamt fleiri lönd­um til að stemma stigu við ham­far­ar­hlýn­un. 

Xie Zhen­hua, yf­ir­maður lofts­lags­mála í Kína, og banda­rísk­ur koll­egi hans John Kerry funduðu ít­rekað í síðustu viku. Báðir emb­ætt­is­menn voru sam­mála um frek­ari aðgerðir til að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings. 

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti mun í vik­unni halda sta­f­ræn­an leiðtoga­fund um lofts­lags­mál, sem kín­versk yf­ir­völd segj­ast spennt fyr­ir. Það ligg­ur þó ekki fyr­ir hvort Xi Jin­ping for­seti Kína muni sjálf­ur vera á fund­in­um. 

„Banda­rík­in og Kína eru til­bú­in til að starfa sam­an ásamt fleiri þjóðum til að tak­ast á við lofts­lagskrís­una, sem verður að stemma stigu við með þeirri áherslu sem málið krefst,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu á vef banda­rískra stjórn­valda

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að Kína og Banda­rík­in muni halda áfram að ræða af­ger­andi aðgerðir fyr­ir ára­tug­inn til að draga úr los­un með það að mark­miði að halda hita­stigi inn­an þeirra marka sem Par­ís­arsátt­mál­inn til­grein­ir. 

Þá hafa báðar þjóðir sam­mælst um fjár­hagsaðstoð til handa fá­tæk­ari ríkj­um vegna orku­skipta. 

Í aðdrag­anda ferðar­inn­ar til Kína sagði Kerry í viðtali við CNN að það væri „al­gjör­lega nauðsyn­legt“ að tryggja sam­starf við Kín­verja á sviði lofts­lags­mála. 

„Já, við erum ósam­mála Kína í nokkr­um lyk­il­atriðum, en lofts­lag verður að vera á sér stalli,“ sagði Kerry. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina