Slapp með skrekkinn

Hilmar Eyjólfsson.
Hilmar Eyjólfsson. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Aur­flóðin á Seyðis­firði skömmu fyr­ir nýliðin jól ollu miklu tjóni og sár­in gróa seint eða aldrei. „Ég fæ alltaf sting í hjartað þegar ég kem að þar sem Dags­brún, húsið okk­ar við Hafn­ar­götu, var,“ seg­ir Hilm­ar Eyj­ólfs­son, sem missti nær allt sitt í stóra flóðinu.

Hilm­ar fædd­ist og ólst upp á Laug­ar­brekku við Suður­lands­braut í Reykja­vík. Hann vann í vélsmiðjum, Héðni og leng­ur í Tækni, og þau Erna Hall­dórs­dótt­ir, eig­in­kona hans sem lést 2018, höfðu það fyr­ir sið að fara í vinnu út á land á sumr­in. „Við kölluðum það að fara í sum­ar­frí og eitt sinn réðum við okk­ur hérna á Seyðis­firði í tvo mánuði en teygst hef­ur úr dvöl­inni.“

Frá Seyðisfirði eftir skriður sem féllu þar í desember.
Frá Seyðis­firði eft­ir skriður sem féllu þar í des­em­ber. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þau byrjuðu á því að vinna í bræðslunni en fljót­lega fór Hilm­ar að vinna í Vélsmiðju Seyðis­fjarðar og var þar lengst af starfsæv­inn­ar, en hann er 87 ára. „Það var góður vinnustaður og við smull­um inn í lífið hérna enda er Seyðis­fjörður draumastaður.“

Hrekk­ur og skrekk­ur

Á síld­arár­un­um fyr­ir 1970 var iðandi líf á Seyðis­firði en grút­ur­inn var mik­ill og Hilm­ar lét sig málið varða með góðum ár­angri. „Þegar bræðslurn­ar voru hérna var mik­il lýs­is­meng­un á landi og í firðinum,“ rifjar hann upp. „Grút­ur­inn hafði ekki góð áhrif, hvorki á fjörðinn né líf­ríkið. Þegar lýsið fór í fiðrið á koll­un­um var ekki að spyrja að leiks­lok­um.“ Hann beitti sér fyr­ir því að verk­smiðjurn­ar og skip­in hættu að losa sig við úr­gang­inn í sjó­inn. „Ég hringdi í Nátt­úru­vernd fyr­ir sunn­an og bað um að send­ir yrðu menn til að kíkja á þetta,“ upp­lýs­ir hann. Lét það fylgja með að ekki borgaði sig að láta bæj­ar­stjórn­ar­menn vita. „Allt í einu birt­ust nátt­úru­vernd­ar­menn­irn­ir öll­um að óvör­um og ég fékk skömm í hatt­inn hjá bæj­ar­stjórn­inni fyr­ir að hafa ekki látið hana vita. En þetta hafði til­ætluð áhrif; gildr­um fyr­ir úr­gang­inn var komið fyr­ir á viðeig­andi stöðum og bát­un­um var bannað að dæla í sjó­inn við bryggj­urn­ar.“

Hjón­in bjuggu í Dags­brún í nær hálfa öld og eft­ir að þau fluttu í íbúð fyr­ir aldraða í eigu kaupstaðar­ins hef­ur Hilm­ar haft það fyr­ir dag­leg­an sið að at­huga hvort ekki sé allt í lagi í gamla hús­inu. Skömmu áður en stóra flóðið reif það með sér var hann á leiðinni þangað ásamt Har­aldi Má Sig­urðssyni, fé­laga sín­um og ná­granna. „Við vor­um á okk­ar hefðbundna eft­ir­miðdagsrúnti, en vor­um stoppaðir inni við gamla apó­tekið og sagt að við mætt­um ekki fara út eft­ir. Á meðan við rædd­um mál­in heyrðum við þess­ar rosa­legu drun­ur. Það var flóðið sem tók Dags­brún og allt sem í hús­inu var og ef við hefðum haldið áfram óhindrað er lík­legt að ég hefði verið þar inni og Halli Már setið í bíln­um fyr­ir neðan. Þá hefðum við ekki verið til frá­sagn­ar.“

Skömmu fyr­ir flóðin hafði barna­barn Hilm­ars og Ernu flutt úr hús­inu. „Sem bet­ur fer keyptu afastrák­ur­inn og kon­an hans blokka­r­í­búð sem þau voru kom­in í ásamt tæp­lega eins árs dótt­ur­inni og segja má að það sé mér að þakka vegna þess að ég samþykkti ekki breyt­ing­ar sem hann vildi gera á Dags­brún.“ Miss­ir­inn hafi samt verið mik­ill, þótt eign­irn­ar hafi verið tryggðar. „Það er svo margt sem ekki verður metið til fjár og bætt, til dæm­is gaml­ar ljós­mynd­ir og fleira. Við erum vön skriðum en þessi var mikið áfall.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: