55 þúsund á Langjökul

Jeppaferð á Langjökul.
Jeppaferð á Langjökul. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki, sem óskað hef­ur eft­ir því við Blá­skóga­byggð að skipu­lag verði gert fyr­ir Suður­jök­ul Lang­jök­uls svo fyr­ir­tækið geti fengið lóð fyr­ir aðstöðu sína, meðal ann­ars ís­helli, áætl­ar að 55 þúsund manns sæki Suður­jök­ul á ári. Um­hverf­is­stofn­un ger­ir viss­ar at­huga­semd­ir við fram­takið.

Blá­skóga­byggð og skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúi upp­sveita hafa verið að vinna að skipu­lagn­ingu suður­hliðar Lang­jök­uls og Suður­jök­uls Lang­jök­uls vegna ósk­ar tveggja ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja sem þangað skipu­leggja snjósleða- og jeppa­ferðir og eru meðal ann­ars með ís­helli. Þau óskuðu eft­ir lóðum, hvort á sín­um stað, til að tryggja hags­muni sína til framtíðar en jök­ull­inn er þjóðlenda.

Annað fyr­ir­tækið dró sig út úr verk­efn­inu en eft­ir stend­ur Mountaineers of Ice­land sem áætl­ar í rök­stuðningi til sveit­ar­fé­lags­ins að um 55 þúsund manns muni sækja Suður­jök­ul heim á hverju ári. Helgi Kjart­ans­son, odd­viti Blá­skóga­byggðar, seg­ir að nú sé aðeins verið að skipu­leggja þá lóð. Ætl­un­in er að skil­greina afþrey­ing­ar- og ferðamanna­svæði, meðal ann­ars ís­helli, fyr­ir starf­semi allt árið. Skipu­lagið er í loka­ferli og stend­ur til að aug­lýsa það á næst­unni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinun í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: