Skortur á aðlögunaráætlunum í sjávarútvegi

Ragnhildur Friðriksdóttir hjá MATÍS segir íslenskan sjávarútveg þurfa að vera …
Ragnhildur Friðriksdóttir hjá MATÍS segir íslenskan sjávarútveg þurfa að vera með tilbúnar áætlanir um það hvernig hann hyggst mæta þeim áskorunum sem kunna að fylgja loftslagsbreytingum. mbl.is/Hari

Skort­ur er á aðlög­un­ar­áætl­un fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og ís­lenskt fisk­eldi vegna vænt­an­legra af­leiðinga lofts­lags­breyt­inga. Þetta seg­ir Ragn­hild­ur Friðriks­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Matís.

Ragn­hild­ur er meðal höf­unda vís­inda­grein­ar sem birt var fyr­ir rúm­um mánuði í vís­inda­tíma­rit­inu Climatic Change og er í grein­inni lýst kerf­is­bund­inni aðferð og leiðsögn um hvernig sjáv­ar­út­veg­ur og fisk­eldi geta aðlagað starf­semi sína áhrif­um lofts­lags­breyt­inga. Er þetta hluti af sam­starfs­verk­efn­inu Cli­m­eF­ish, sem styrkt var af Rann­sókna­áætl­un Evr­ópu (Horizon 2020).

Loftslagsbreytingar geta meðal annars haft áhrif á veiðar.
Lofts­lags­breyt­ing­ar geta meðal ann­ars haft áhrif á veiðar. Ljós­mynd/Æ​gir Óskar Gunn­ars­son

„Þegar verið er að tala um aðgerðir vegna lofts­lags­breyt­inga er þeim skipt í ann­ars veg­ar mót­vægisaðgerðir, sem eru leiðir til að minnka út­blást­ur eða binda gróður­húsaloft­teg­und­ir. Síðan er þetta sem heit­ir aðlög­un sem er hvernig við hyggj­umst bregðast við þeim breyt­ing­um sem hafa orðið eða sem lík­lega verða,“ út­skýr­ir hún. Til­gang­ur verk­efn­is­ins fólst í að skilja áhrif lofts­lags­breyt­inga á sjáv­ar­út­veg og fisk­eldi í Evr­ópu og féll það í hlut Ragn­hild­ar og Jónas­ar R. Viðars­son­ar, sem einnig starfar hjá Matís, að kort­leggja leiðir fyr­ir sjáv­ar­út­veg og fisk­eldi til að setja upp aðlög­un­ar­áætlan­ir sem miða m.a. að því að styrkja innviði fyr­ir­tækj­anna, bæta lagaum­hverfið og auka vökt­un, svo eitt­hvað sé nefnt.

„Þetta ger­ir fyr­ir­tæk­in bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við breyt­ing­arn­ar sem eru fram und­an.“ Aðferðafræðin var prófuð og sann­reynd í sjö evr­ópsk­um til­viks­rann­sókn­um inn­an fisk­eld­is og sjáv­ar­út­vegs og hafa niður­stöðurn­ar meðal ann­ars verið nýtt­ar sem fræðslu­efni inn­an FAO, Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna.

Margs kon­ar um­skipti

Hún seg­ir helsta þátt í aðferðafræðinni, sem í grein­inni er lýst, vera að greina hverj­ar helstu áhætt­urn­ar eru og ekki síst tæki­fær­in sem fylgja lofts­lags­breyt­ing­um, meta um­fang þeirra, tíma­setn­ingu og áhrif á líf­fræðilega, efna­hags­lega og fé­lags­lega þætti. Eft­ir þessa áhættu­grein­ingu grein­um við aðlög­un­arþörf, sem sagt hversu vel innviðir, virðiskeðjur og aðrir þætt­ir eru í stakk bún­ir til að mæta þeim breyt­ing­um sem kortlagðar hafa verið. Þá er kort­lagt hvaða aðgerða sé hægt að grípa til í þeim til­gangi að bregðast við. „Út úr þessu kem­ur nokk­urs kon­ar verk­færa­kassi af aðlög­un­araðgerð- um sem eru tíma­sett­ar og búið að meta hversu mikið þær kosta.“

Togarar við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Tog­ar­ar við bryggju í Hafn­ar­fjarðar­höfn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ragn­hild­ur seg­ir víða rætt um mik­il­vægi þess að gefn­ar séu út leiðbein­ing­ar um það hvernig sé hægt að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um. „En þessi umræða um aðlög­un er stutt á veg kom­in á Íslandi og inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins er umræðan lítið sem ekk­ert haf­in,“ seg­ir hún og bæt­ir við að það sé full­trúi frá sjáv­ar­út­veg­in­um í starfs­hópi sem hef­ur það hlut­verk að móta stefnu ís­lenskra stjórn­valda varðandi aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um.

„Flest Evr­ópu­ríki eru búin að setja fram aðlög­un­ar­áætl­un á landsvísu. Við erum ekki búin að gera það hér á Íslandi,“ seg­ir Ragn­hild­ur og bend­ir á að aðlög­un­ar­stefn­an sem starfs­hóp­ur­inn vinn­ur að muni verða lögð fyr­ir Alþingi og verði um sinn grunn­ur að aðlög­un­ar­áætl­un fyr­ir Ísland.

Þrátt fyr­ir að beðið sé eft­ir starfs­hópn­um seg­ir Ragn­hild­ur enga ástæðu til að hefja ekki þegar vinnu inn­an grein­ar­inn­ar. „Það er heil­mik­il vinna sem hægt er að vinna þó að aðlög­un­ar­áætl­un­in sem slík sé ekki kom­in. Rann­sókn­ir á heimsvísu sýna að alls kon­ar breyt­ing­ar eru þegar að eiga sér stað í haf­inu, þótt þær séu vissu­lega mis­mikl­ar og mis­jafn­ar eft­ir svæðum og heims­hlut­um. Það eru breyt­ing­ar í haf­straum­um, hækk­andi yf­ir­borðshiti sjáv­ar, súrn­un sjáv­ar og öfga­kennd­ari veður og svo fram­veg­is. Allt get­ur þetta haft áhrif á líf­ríkið. Það sjást breyt­ing­ar í vaxt­ar­hraða, ald­urs­dreif­ingu, út­breiðslu­svæði ým­issa fiski­stofna og breyt­ing­ar í fari þeirra, bæði hvað varðar tíma­setn­ingu og hvert þeir leita. Breytt teg­unda­sam­setn­ing í afla og aukn­ing í sjúk­dóm­um.“

Jafn­framt seg­ir Ragn­hild­ur einn anga af breyt­ing­un­um aukna spennu milli ríkja þegar kem­ur að ráðstöf­un deili­stofna í ljósi þess að út­breiðslu­svæðin breyt­ast þvert á efna­hagslög­sög­ur ríkja. „Þetta er eitt­hvað sem þarf að fara að hug­leiða, hvernig á að bregðast við því.“

Eng­in yf­ir­sýn

„Eins og er er eng­in yf­ir­sýn til staðar er varðar mögu­legt lofts­lag­stengt tjón eða aðlög­un­arþörf sjáv­ar­út­vegs­ins næstu ár. Það er okk­ar sýn, og lofts­lags­ráð hef­ur líka bent á, að það þarf að setja fjár­magn í aukn­ar rann­sókn­ir þar sem hægt væri að búa til sviðsmynd­ir svo hægt sé að skilja hvar helstu áhrif­in koma til með að koma fram,“ full­yrðir Ragn­hild­ur og held­ur áfram. „Það eru ekki bara líf­fræðileg áhrif, það geta einnig verið heil­mik­il efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg áhrif. Það eru mikl­ir sam­fé­lags­leg­ir hags­mun­ir í húfi. Ef við miss­um út mik­il­væga nytja­stofna hef­ur það mikla keðju­verk­un í för með sér fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Við sjá­um að fisk­teg­und­ir eru að missa MSC-vott­un­ina í tengsl­um við þetta allt og það hef­ur einnig áhrif á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og við erum að sjá sveifl­ur í markaðsverði.“

Á grund­velli alls þessa sé ljóst að mik­il­vægt sé að fá yf­ir­sýn yfir hugs­an­legt tjón sem kunni að vera yf­ir­vof­andi, að sögn Ragn­hild­ar. „Nú höf­um við þessa aðferðafræði hjá Matís og höf­um mik­inn áhuga á að taka þetta áfram, fara í þessa vinnu á Íslandi og gera þessa áhættu­grein­ingu fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg, búa til aðlög­un­ar­áætl­un fyr­ir þessa at­vinnu­grein. Þetta er eitt­hvað sem þyrfti líka að gera fyr­ir aðra frum­at­vinnu­vegi á Íslandi.“

Hún seg­ir for­senda þess að slík vinna skili ár­angri sé að viðhaft sé virkt sam­tal við sjáv­ar­út­veg­inn. „Það er hluti af þess­ari aðferðafræði að hags­munaaðilar séu hafðir með á öll­um stig­um máls. Það sýndi sig al­veg í verk­efn­inu hjá okk­ur að þegar aðeins var stuðst við vís­inda­leg­ar niður­stöður, ein­fald­lega gleymd­ist fullt af atriðum sem hags­munaðail­ar og sjó­menn bentu á. Þetta hafði rosa­lega mikið að segja í okk­ar vinnu.“

Ragn­hild­ur stefn­ir að því að standa fyr­ir mál­stofu um bein og óbein áhrif lofts­lags­breyt­inga á sjáv­ar­út­veg á Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni, sem hald­in verður 11.-12. nóv­em­ber á þessu ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: