Anton selur 15 milljóna króna Range Rover

Bíllinn er af gerðinni Range Rover.
Bíllinn er af gerðinni Range Rover. Ljósmynd/100Bílar

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur sett Range Rover-bif­reið sína á sölu. Bíll­inn er til sölu inni á 100bil­ar.is og er ásett verð 14.950.000 krón­ur en Ant­on er til­bú­inn í skipti. DV grein­ir frá.

Ant­on er einn þeirra sem voru hand­tekn­ir í tengsl­um við Rauðagerðismálið svo­kallaða og seg­ir í frétt DV að lög­regla hafi lagt hald á téða Range Rover-bif­reið. 

Bíll­inn hæf­ir al­vöru­greif­um sem vilja rúnta um bæ­inn á tryllt­um kagga. Litað gler er í aft­ur­rúðum bíls­ins og rautt leðurá­klæði prýðir sæt­in.

Ljós­mynd/​100Bíl­ar
Ljós­mynd/​100Bíl­ar
Ljós­mynd/​100Bíl­ar
mbl.is