Strandbúnaður verður Lagarlíf

Ráðstefnan Strandbúnaður var vel sótt árið 2019. Henni var frestað …
Ráðstefnan Strandbúnaður var vel sótt árið 2019. Henni var frestað í fyrra og mun nú heita Lagarlíf. Ljósmynd/Strandbúnaður

Ráðstefna eld­is- og rækt­un­ar­greina breyt­ir um nafn og mun nú heita Lag­ar­líf, en hét áður Strand­búnaður. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu vegna fyr­ir­hugaðrar ráðstefnu um eldi sem hald­in verður 28. og 29. októ­ber í Reykja­vík.

Vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins var ákveðið að fresta ráðstefn­unni síðasta haust. „Með því var von­ast til að Íslend­ing­ar hefðu náð þannig tök­um á kór­ónu­veirunni að mögu­legt væri að halda fjöl­menna ráðstefnu. Lag­ar­líf verður hald­in á Grand hót­el í Reykja­vík,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að fram­leiðend­ur muni standa fyr­ir vinnufundi nor­rænna sér­fræðinga í lax­eldi 27. októ­ber í tengsl­um við Lag­ar­líf og eru viðfangs­efn­in „laxal­ús, rækt­un á stór­seiðum og fiska­fóður framtíðar. Sér­fræðing­ar frá Nor­egi, Svíþjóð, Dan­mörku, Finn­landi, Fær­eyj­um og Íslandi munu halda fyr­ir­lestra um allt það nýj­asta sem er að ger­ast á þess­um sviðum.“

Lag­ar­líf (áður Strand­búnaður) er nú fimm ára og voru það eig­end­ur og stjórn ráðstefn­unn­ar sem ákváðu að breyta nafni og vörumerki henn­ar, en nafnið á ensku mun áfram vera Aqua-Ice.

mbl.is