Strandveiðar 2021: 48 dagar og 11 þúsund tonn

Strandveiðar hefjast í maí.
Strandveiðar hefjast í maí. mbl.is/Alfons Finnsson

Heim­ilt verður að veiða 11.100 tonn í strand­veiðum árs­ins, s.s. maí, júní, júlí og ág­úst 2021. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gull­karfa. Reglu­gerð um strand­veiðar árs­ins hef­ur verið birt á vef Stjórn­artíðinda og hef­ur Fiski­stofa opnað fyr­ir um­sókn­ir um strand­veiðileyfi.

Í reglu­gerðinni seg­ir jafn­framt að hverj­um strand­veiðibát verði heim­ilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tíma­bil­inu. Óheim­ilt er að stunda strand­veiðar föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga. Hver veiðiferð má eigi standa yfir leng­ur en 14 klukku­stund­ir og má afli ekki vera um­fram 650 kíló í hverri ferð. Óheim­ilt er að hafa fleiri en fjór­ar hand­færar­úll­ur um borð.

Heild­ar­veiðiheim­ild­irn­ar eru ein­ung­is í ein­um potti en veiðileyf­in skipt­ast á fjög­ur svæði: Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur – Súðavík­ur­hrepp­ur, Stranda­byggð – Grýtu­bakka­hrepp­ur, Þing­eyj­ar­sveit – Djúpa­vogs­hrepp­ur og Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður – Borg­ar­byggð.

mbl.is