Þrjár stofnanir í eina

Aðalstöðvar Skattsins, við Laugaveg.
Aðalstöðvar Skattsins, við Laugaveg. Ljósmynd/mbl.is

Frum­varp fjár­málaráðherra um breyt­ing­ar á lög­um er varða rann­sókn og sak­sókn skatta­laga­brota varð að lög­um í gær. Með nýju lög­un­um er tekið fyr­ir tvö­falda refs­ingu við skatta­laga­brot­um sem hingað til hef­ur tíðkast hér á landi og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hef­ur dæmt á skjön við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Enn frem­ur voru samþykkt­ar breyt­ing­ar á stofnana­upp­bygg­ingu og sam­starfi til að koma í veg fyr­ir að tvö­föld­um refs­ing­um verði beitt í mála­flokki skatta­mála. Þannig var embætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins lagt niður og þess í stað gert að sér­stakri ein­ingu inn­an Skatts­ins. Því heyra skatt­rann­sókn­ir nú beint und­ir rík­is­skatt­stjóra. 

Ekki er langt síðan embætti toll­stjóra var einnig sam­einað und­ir Skatt­inn. Því hafa ný­lega þrjár stofn­an­ir rík­is­skatt­stjóra, skatt­rann­sókn­ar­stjóra og toll­stjóra verið sam­einaðar und­ir einn hatt Skatts­ins. 

mbl.is