Ekki hægt að ákæra Íslendinga og félög Samherja

Þrír Íslendingar og félög tengd Samherja verða ekki meðal ákærðu …
Þrír Íslendingar og félög tengd Samherja verða ekki meðal ákærðu í svokölluðu Fishrot-máli vegna þess að þeir hafa ekki enn verið framseldir til Namibíu. Enginn framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Namibíu. mbl.is/Sigurður Bogi

Dóm­ari í svo­kölluðu Fis­hrot-máli, sem nú er rekið fyr­ir dóm­stól­um í Namib­íu, úr­sk­urðaði í morg­un að þrír Íslend­ing­ar og fé­lög tengd Sam­herja verði ekki meðal ákærðu í mál­inu. Það er vegna þess að þre­menn­ing­arn­ir verða að mæta fyr­ir dóm­ara í Namib­íu þar sem þeim er kynnt ákæra á hend­ur þeim. 

Samt sem áður sagði sak­sókn­ari fyr­ir rétti í Namib­íu í dag að vinna væri far­in af stað við að gera framsals­beiðni á hend­ur mönn­un­um. Þetta kem­ur fram í frétt­um namib­ískra miðla.

Eng­inn framsals­samn­ing­ur er í gildi milli Íslands og Namib­íu og því má telj­ast ólík­legt að þre­menn­ing­arn­ir verði ákærðir í Namib­íu.

Ekki hægt að ákæra Íslend­ing­ana

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir við mbl.is um málið seg­ir að ber­sýni­legt hafi verið á viðbrögðum dóm­ara í dag að hann hafi verið ósátt­ur við ákvörðun sak­sókn­ara að nafn­greina fé­lög tengd Sam­herja og Íslend­ing­ana þrjá, þrátt fyr­ir að hafa ekki enn reynt að taka af þeim skýrslu eða birta ákæru á hend­ur þeim. 

Íslend­ing­arn­ir þrír hafa verið nafn­greind­ir í fjöl­miðlum hér­lend­is áður og þeir sagðir munu verða ákærðir í Namib­íu, eins og gert var í frétt RÚV í fe­brú­ar. Eins og áður seg­ir er ljóst að svo verði lík­lega ekki.

Þor­steinn sendi mbl.is skrif­legt svar þegar leitað var eft­ir viðtali. Þar seg­ir hann að ánægju­legt sé að dóm­stól­ar í Namib­íu bregðist við aðför gegn Sam­herja.

„Sam­herji hef­ur ætíð byggt á því að þegar fé­lög tengd Sam­herja og starfs­menn þeirra fá tæki­færi til að greina frá sinni hlið mála muni mála­rekst­ur­inn í Namib­íu taka á sig aðra mynd. Fram til þessa hafa staðreynd­ir máls­ins yf­ir­leitt verið rang­færðar eða af­bakaðar. Það er auðvitað ánægju­efni að dóm­stóll í Namib­íu hafi brugðist við þeirri aðför sem ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki tengd Sam­herja hafa þurft að sæta á op­in­ber­um vett­vangi án þess að njóta viðeig­andi málsmeðferðar. Af­leiðing­ar þess komu ber­lega í ljós í þing­hald­inu í dag.“

mbl.is