Geta fargað þremur milljónum tonna af koltvíoxíði árlega

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Ljósmynd/Aðsend

Und­ir­bún­ing­ur er nú að hefjast fyr­ir bygg­ingu mót­töku- og förg­un­ar­miðstöðvar fyr­ir kol­díoxíð (CO2), Coda Term­inal, sem staðsett verður í Straums­vík og mun farga allt að þrem­ur millj­ón­um tonna af CO2 á ári hverju. Miðstöðin verður sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar á heimsvísu, en hún mun taka á móti CO2 sem flutt verður hingað til lands frá N-Evr­ópu. Gert er ráð fyr­ir að um 600 bein og af­leidd störf skap­ist við upp­bygg­ingu og rekst­ur miðstöðvar­inn­ar. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Með starf­sem­inni bygg­ist upp lofts­lagsvænn iðnaður sem bygg­ist á grænni ný­sköp­un, ís­lensku hug­viti og um­hverf­is­vernd. Með mót­töku og förg­un á CO2 á stór­um skala tek­ur Ísland að sér mik­il­vægt frum­kvöðuls­hlut­verk í lofts­lagsaðgerðum heims­ins,“ seg­ir Edda Sif Pind Ara­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Carbfix.

Í Coda Term­inal verður Carbfix-tækn­inni beitt til var­an­legr­ar stein­renn­ing­ar á CO2 sem flutt verður hingað til lands með sér­hönnuðum skip­um sem ganga fyr­ir grænu eldsneyti. Auk þess má farga þar CO2 frá inn­lendri iðnaðar­starf­semi sem og CO2 sem fangað er beint úr and­rúms­lofti.“ 

Coda Term­inal verður byggð í þrem­ur áföng­um og mun í fullri stærð geta tekið við og fargað um þrem­ur millj­ón­um tonna af CO2 á ári.

Und­ir­bún­ing­ur mun hefjast um mitt ár 2021 með for­hönn­un og vinnu við leyf­is­ferla. Stefnt er að rann­sókn­ar­bor­un árið 2022 og áætlað er að hefja rekst­ur árið 2025. Gert er ráð fyr­ir að miðstöðin verði full­byggð árið 2030. 

Ljós­mynd/​Aðsend

Nátt­úru­leg leið og nægt geymslu­rými 

Carbfix-tækn­in fel­ur í sér að CO2 er leyst upp í vatni og dælt djúpt niður í berg­lög þar sem það stein­renn­ur á inn­an við tveim­ur árum. Tækn­in krefst ein­ung­is raf­magns og vatns og hef­ur starf­sem­in óveru­leg um­hverf­isáhrif þar sem hún hraðar nátt­úru­leg­um ferl­um kol­efn­is­hringrás­ar­inn­ar.    

„Ná­grenni Straums­vík­ur býður upp á kjöraðstæður til var­an­legr­ar og ör­uggr­ar kol­efn­is­förg­un­ar, með gnægð af fersku basalti og öfl­uga grunn­vatns­strauma. Innviðir sem byggja þarf upp fyr­ir starf­sem­ina eru geymslutank­ar í ná­grenni hafn­ar­bakka, lagn­ir og niður­dæl­ing­ar­hol­ur. Raf­orkuþörf­in er lít­il og dreifi­kerfið er þegar til staðar,“ seg­ir Edda. Hún bend­ir jafn­framt á að bindigeta CO2 í ís­lensku basalti sé langt­um meiri en þörf­in, en jarðfræðing­ar Carbfix hafi metið að á land­inu öllu megi binda 80-200 falda ár­lega los­un mann­kyns.   

Hag­kvæm­ara að farga en kaupa los­un­ar­heim­ild­ir 

Ný­verið setti Alþingi lög sem tryggja ör­ugga föng­un, flutn­ing og niður­dæl­ingu CO2 á Íslandi. Lög­gjöf­in inn­leiðir evr­ópskt reglu­verk og geta fyr­ir­tæki inn­an viðskipta­kerf­is ESB með los­un­ar­heim­ild­ir (ETS) nú nýtt sér Carbfix-tækn­ina til frá­drátt­ar í los­un­ar­bók­haldi sínu. „Með laga­setn­ingu hef­ur Alþingi skapað hvata hjá fyr­ir­tækj­um til að inn­leiða tækni­lausn­ir eins og þá sem Carbfix hef­ur þróað, frek­ar en að greiða fyr­ir los­un­ar­heim­ild­ir, en verð á þeim hef­ur hækkað hratt und­an­farið og stend­ur nú í rúm­um 6.600 kr fyr­ir hvert tonn af CO2. Til sam­an­b­urðar má nefna að kostnaður Orku nátt­úr­unn­ar við að beita Carbfix-tækn­inni til að draga úr los­un CO2 og brenni­steinsvetni á Hell­is­heiði er um 3.500 kr á hvert tonn af CO2,“ seg­ir Edda og bend­ir á að Carbfix-aðferðin hafi verið sann­reynd sem hag­kvæm og um­hverf­i­s­væn leið til að var­an­lega farga CO2 og koma þannig í veg fyr­ir nei­kvæð áhrif þess á lofts­lagið. 

mbl.is