Kynning á kolefnisförgunarmiðstöð

Ljósmynd/Aðsend

Carbfix boðar til op­ins fund­ar klukk­an 11:00 í beinu streymi frá Grósku á Degi Jarðar þar sem eitt um­fangs­mesta lofts­lags­verk­efni sög­unn­ar, Coda Term­inal, verður kynnt til leiks. Hér að neðan er hægt að fylgj­ast með fund­in­um í beinu streymi.

Um er að ræða kol­efn­is­förg­un­ar­miðstöð sem reist verður í Straums­vík og mun taka á móti CO2 sem flutt verður hingað til lands á sér­stök­um skip­um frá N-Evr­ópu. Von­ast er til þess að hin nýja at­vinnu­grein sem bygg­ist upp í kring­um rekst­ur­inn geti skapað allt að 600 bein og af­leidd störf við upp­bygg­ingu og rekst­ur Coda Term­inal.

 

mbl.is