Leikkonan Brie Larson og kærasti hennar, leikarinn Elijah Allan-Blitz, njóta lífsins um þessar mundir á Havaí. Parið sást njóta dagsins á ströndinni á mánudag.
Óskarsverðlaunaleikkonan og Allan-Blitz hafa verið saman síðan 2019 en opinberuðu samband sitt á Óskarsverðlaunahátíðinni á síðasta ári.
Larson fer með hlutverk í Marvel-kvikmyndunum. Tökur eru ekki enn hafnar á Captain Marvel II en stefnt er að því að hún komi út á næsta ári.