Dögum á grásleppu fækkað í 35

Veiðidögum á grásleppu verður fækkað úr 40 í 35.
Veiðidögum á grásleppu verður fækkað úr 40 í 35. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf út í dag reglugerð um fækkun veiðidaga á hrognkelsaveiðum. Dögum hefur nú verið fækkað úr fjörutíu í þrjátíu og fimm. 

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Upphaflega var gefin út heimild til þess að veiða 9.040 tonn af grásleppu á vertíð ársins og 40 dagar á sjó á hvert grásleppuleyfi.

Breytingin nú hefur í för með sér að bátar sem hófu veiðar 23. mars þurfa að draga öll net sín úr sjó fyrir 26. apríl næstkomandi. 

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is