Dögum á grásleppu fækkað í 35

Veiðidögum á grásleppu verður fækkað úr 40 í 35.
Veiðidögum á grásleppu verður fækkað úr 40 í 35. mbl.is/Eggert Jóhannesson

At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið gaf út í dag reglu­gerð um fækk­un veiðidaga á hrogn­kelsa­veiðum. Dög­um hef­ur nú verið fækkað úr fjöru­tíu í þrjá­tíu og fimm. 

Þetta kem­ur fram á vef Fiski­stofu.

Upp­haf­lega var gef­in út heim­ild til þess að veiða 9.040 tonn af grá­sleppu á vertíð árs­ins og 40 dag­ar á sjó á hvert grá­sleppu­leyfi.

Breyt­ing­in nú hef­ur í för með sér að bát­ar sem hófu veiðar 23. mars þurfa að draga öll net sín úr sjó fyr­ir 26. apríl næst­kom­andi. 

 Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is