Íslandi að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir ótækt að einka­fyr­ir­tæki og stórt út­gerðarfyr­ir­tæki geti farið á eft­ir rík­is- og emb­ætt­is­mönn­um eins og Sam­herji hef­ur gert og ótt­ast að farið sé á eft­ir ein­stöku starfs­fólki eft­ir­lits­stofn­un­ar per­sónu­lega. Það sé hlut­verk seðlabank­ans að verja al­manna­hags­muni, en Íslandi hafi að miklu leyti verið stjórnað af hags­muna­hóp­um sem fari sínu fram gegn veik­um rík­is­stofn­un­um.

Í viðtali við Stund­ina um fyrstu 18 mánuði sína í starfi ræðir hann meðal ann­ars um kær­una  sem Sam­herji lagði fram gegn Seðlabank­an­um og fimm starfs­mönn­um hans vorið 2019 og hve af­leitt sé að henni hafi ekki verið vísað frá, en kær­an var lögð fram vegna hús­leit­ar Seðlabank­ans á skrif­stof­um Sam­herja árið 2012 vegna meintra brota á gjald­eyr­is­lög­um. Málið ligg­ur enn á borði lög­reglu­stjór­ans á Vest­fjörðum.

„Ég skil bara ekki hvern and­skot­ann þessi lög­reglu­stjóri þarf að rann­saka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég ótt­ast það að mörgu leyti, í svona eft­ir­lits­stofn­un eins og Seðlabank­inn er, að við lend­um í því að við verðum hundelt per­sónu­lega eins og farið var á eft­ir þessu starfs­fólki,“ seg­ir Ásgeir í viðtal­inu og er aug­ljós­lega heitt í hamsi, en starfs­menn­irn­ir fimm sem um ræðir eru fyr­ir­renn­ari Ásgeirs í embætti seðlabanka­stjóra, Már Guðmunds­son, Arn­ór Sig­hvats­son, Ingi­björg Guðbjarts­dótt­ir, Sig­ríður Loga­dótt­ir og Rann­veig Jún­íus­dótt­ir.

Vill sjá lög til vernd­ar starfs­fólki bank­ans

Ásgeir seg­ir mik­il­vægt að ekki sé hægt að fara á eft­ir ein­staka starfs­fólki og að Seðlabank­inn hafi talað fyr­ir því að Alþingi setji skaðleys­is­lög til þess að verja emb­ætt­is­menn fyr­ir slík­um at­lög­um einka­fyr­ir­tækja. Eitt sé að fara gegn stofn­un­inni og fram­kvæmda­stjóra henn­ar, en annað að fara gegn ein­staka starfs­mönn­um sem séu að sinna skyldu­störf­um sín­um.

„Okk­ur vant­ar miklu skýr­ari vernd í lög­um fyr­ir op­in­bera starfs­menn. Við höf­um verið að lobbíera fyir því gagn­vart rík­is­stjórn­inni en ekki fengið það í gegn. Við höf­um beðið um þetta til að vernda op­in­bera starfs­menn og emb­ætt­is­menn gegn svona at­lög­um. Fólk sem ekki hef­ur lent í þessu veit ekki hvernig það er að verða fyr­ir þessu. Ann­ars ætla ég ekki að blanda mér í þetta Sam­herja­mál; það er mál­efni fortíðar. En það er mik­il­vægt að setja þessi lög til að vernda starfs­menn bank­ans.“

mbl.is