Bjarni Jónsson vann forval í NV

Bjarni, Lilja Rafney og Sigríður.
Bjarni, Lilja Rafney og Sigríður. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Jóns­son mun leiða lista Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Norðvest­ur­kjör­dæmi í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. 

Bar Bjarni sig­ur úr být­um í ra­f­rænu for­vali sem hófst á föstu­dag og lauk í dag. Hafði hann bet­ur gegn sitj­andi odd­vita og þing­manni, Lilju Raf­n­eyju Magnús­dótt­ur. 

Niðurstaða for­vals­ins er eft­ir­far­andi:

1. sæti – Bjarni Jóns­son með 543 at­kvæði í 1. sæti

2. sæti – Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir með 565 at­kvæði í 1.-2. sæti

3. sæti – Sig­ríður Gísla­dótt­ir með 444 at­kvæði í 1.-3. sæti

4. sæti – Þóra Mar­grét Lúth­ers­dótt­ir með 622 at­kvæði í 1.-4. sæti

5. sæti – Lár­us Ástmar Hann­es­son með 679 at­kvæði í 1.-5. sæti

Átta voru í fram­boði. Á kjör­skrá voru 1.454, atkvæði greiddu 1.049 og var kosn­ingaþátt­taka 72%.

mbl.is