Varðskipið Þór er á leið til Þórshafnar með línuskip sem varð vélarvana fyrr í dag um 40 sjómílum norður af Langanesi.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá áhöfn skipsins í hádeginu í dag. Varðskipið Þór var þá við bryggju á Þórshöfn, að því er segir á facebooksíðu Gæslunnar.
Vel gekk að koma línu á milli skipanna og er gert ráð fyrir að Þór verði kominn með línuskipið til Þórshafnar um klukkan tvö í nótt.