Ósammála um ágæti áherslu stjórnvalda

Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Halldóra Mogensen voru …
Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Halldóra Mogensen voru meðal gesta Silfursins í morgun. Skjáskot/Rúv

„Báknið“ var á vör­um fyrstu gesta Silf­urs­ins á RÚV þenn­an sunnu­dag­inn, þeirra Hall­dóru Mo­gensen, þing­manns Pírata, Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Miðflokks­ins.

Sig­mund­ur Davíð benti sér­stak­lega á hve íþyngj­andi „báknið“ væri orðið fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í land­inu og sagði að slík fyr­ir­tæki hefðu nú þegar verið í vanda stödd áður en heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru skall á. Hann kallaði því eft­ir auk­inni umræðu stjórn­mála­manna um þann vanda, sem hann seg­ir „eitt af stóru mál­un­um sem beðið hafa á hak­an­um“, í stað þess að öll at­hygli stjórn­valda bein­ist að kór­ónu­veirunni. 

Seg­ir stuðning við fyr­ir­tæki vera stuðning við ein­stak­linga

Hall­dóra Mo­gensen gagn­rýndi einnig stjórn­völd, en þó fyr­ir að hafa beint fjár­hags­leg­um stuðningi sín­um aðallega að fyr­ir­tækj­um en ekki ein­stak­ling­um. Ein­stak­ling­um væru sett­ar íþyngj­andi og oft og tíðum óskilj­an­leg­ar skorður, og nefndi hún sér­stak­lega at­vinnu­leys­is­bóta­rétt stúd­enta í því sam­bandi, á meðan fyr­ir­tæki gætu þegið styrki úr vös­um skatt­greiðenda nán­ast skil­yrðis­laust. 

Þessu mót­mælti Vil­hjálm­ur Árna­son og sagði að auðvitað yrði að styðja við bakið á fyr­ir­tækj­un­um í land­inu, þau sam­an­stæðu ein­mitt af fólk­inu sem Hall­dóra vildi að stjórn­völd beindu sjón­um sín­um að.

Verðmæta­sköp­un­in fer fram inni í fyr­ir­tækj­un­um, sagði Vil­hjálm­ur, og þaðan skilaði sér hún til fólks­ins. Eins sagði Vil­hjálm­ur að skamm­tíma­at­vinnu­leysið væri mest í ferðaþjón­ustu­brans­an­um og að það væri ekki síst bundið við suðvest­ur­hornið, þar sem hann býr. Störf í ferðaþjón­ustu verða ein þau fyrstu til þess að koma aft­ur, að hans sögn, eft­ir að far­aldr­in­um lyki, þess vegna væri brýnt að styðja við þau fyr­ir­tæki svo brans­inn all­ur væri sem best und­ir það bú­inn þegar ferðavilji fólks eykst á ný. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina