Segir Samherja ganga of langt

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst Sam­herji ganga of langt. Hann geng­ur of langt í sín­um viðbrögðum. Og mér finnst að þetta sé gert til að þess að þreyta lax­inn og von­ast til þess að hann gef­ist upp,“ sagði Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í svari sínu við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn á Alþingi í dag. 

Til­efnið var fyr­ir­spurn Guðmund­ar Andra Thors­son­ar, sem innti Lilju eft­ir viðbrögðum við mynd­bands­um­fjöll­un Sam­herja um störf Helga Selj­an, frétta­manns RÚV, sem fjallað hef­ur um viðskipti Sam­herja und­an­far­in ár. 

„En lax sem þeir eru að fást við, hann bregst frek­ar þannig við að hann er að styrkj­ast. Hann synd­ir á móti straumn­um og held­ur áfram,“ hélt Lilja áfram. 

Seg­ir nálg­un stjórn­ar RÚV rétta

„Mig lang­ar að spyrja hæst­virt­an mennta­málaráðherra um skoðun henn­ar á þessu at­hæfi og hvort hún styðji ekki Rík­is­út­varpið nú þegar að stofn­un­inni er sótt af mönn­um sem telja sig yfir um­fjöll­un henn­ar hafna í krafti auðs og valda,“ spurði Guðmun­ur Andri Thors­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, mennta­málaráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir svarar óundirbúinni fyrirspurn.
Lilja Al­freðsdótt­ir svar­ar óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn. Skjá­skot af þing­fundi

„Ég er spurð út í það hvort ég styðji ekki Rík­is­út­varpið. Jú, að sjálf­sögðu geri ég það í þess­ari um­fjöll­un og þess­ari orra­hríð,“ svaraði Lilja. 

Sem kunn­ugt er fjallaði frétta­skýr­ingaþátt­ur­inn Kveik­ur á RÚV um viðskipti Sam­herja í Namib­íu þar sem fjallað var um meint kvóta­s­vindl og óheiðarlega viðskipta­hætti af hálfu Sam­herja í nóv­em­ber 2019. 

Um­mæli Helga, þar sem hann tjáði sig um mál­efni Sam­herja á sam­fé­lags­miðlum voru kærð til siðanefnd­ar RÚV, sem á dög­un­um komst að þeirri niður­stöðu að Helgi hafi með því gerst brot­leg­ur við siðaregl­ur. 

Sam­herji hef­ur síðan farið fram á að Helgi sæti refs­ingu og verði gert að hætta um­fjöll­un um mál­efni sem tengj­ast Sam­herja. Stjórn RÚV hef­ur ekki orðið við þeirri kröfu Sam­herja. 

Sam­herji hef­ur verið með mynd­bönd í dreif­ingu þar sem mál Helga Selj­an fyr­ir siðanefnd er rakið og vinnu­brögð Helga eru sögð óheiðarleg. Mynd­bandið hef­ur verið harðlega gagn­rýnt og kallað aðför stór­fyr­ir­tæk­is að fjöl­miðaf­relsi. 

„Ég tel að stjórn Rík­is­út­varps­ins hafi brugðist rétt við, hvernig þau hafa tekið á þessu máli. Það er mín skoðun að það skipti öllu máli að fjöl­miðlar séu frjáls­ir og að við styðjum að sjálf­sögu við Rík­is­út­varpið okk­ar og að ég tel að Sam­herji hafi gengið of langt,“ sagði Lilja í pontu Alþing­is í dag. 

Hér má sjá mynd­band Sam­herja um störf Helga Selj­an: 


 

mbl.is