Mesti samdráttur frá 2012

Markmið Íslands í þessum flokki er að ná 29% samdrætti …
Markmið Íslands í þessum flokki er að ná 29% samdrætti í losun árið 2030 miðað við 2005. Losun þessi hefur dregist saman um 8% árið 2019 miðað við árið 2005. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi dróst sam­an um 2% milli ár­anna 2018 og 2019 og er það mesti sam­drátt­ur sem mælst hef­ur frá ár­inu 2012.

Heild­ar­los­un á Íslandi (án land­notk­un­ar og skóg­rækt­ar) árið 2019 nam 4.722 kílót­onn­um af CO2-ígild­um. Það jafn­gild­ir 8% sam­drætti frá ár­inu 2005 og 28% aukn­ingu frá ár­inu 1990.

Sú aukn­ing er mest­megn­is vegna auk­inn­ar málmbræðslu með til­komu frek­ari stóriðju á fyrsta ára­tug ald­ar­inn­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Mark­mið Íslands í þess­um flokki er að ná 29% sam­drætti í los­un árið 2030 miðað við 2005. Los­un þessi hef­ur dreg­ist sam­an um 8% árið 2019 miðað við árið 2005.

Árlegri skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar um los­un gróður­húsaloft­teg­unda var skilað til ESB og Lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna (UN­FCCC) 15. apríl 2021, í sam­ræmi við skuld­bind­ing­ar Íslands í lofts­lags­mál­um.  

mbl.is